Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:27 Íris ásamt börnunum þremur. Skíðaköppunum Nökkva og Björgu. Einar ætlar að einbeita sér að snjóbrettinu. Aðsend Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá. Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá.
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30