Hugsum vel um eldri íbúa Stella Stefánsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 12:01 Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Margir eru lánsamir að eldast vel og vera virkir, en aðrir þurfa stuðning. Stór hópur Garðbæinga telst til eldri borgara og það á að vera í forgangi hjá sveitarfélaginu að leggja sitt af mörkum til að þessi hópur búi við velsæld og njóti lífsgæða í nærumhverfinu. Sífellt fleiri eldri íbúar eru virkir lengur, bæði félagslega og líkamlega. Samfélag eldri íbúa í Garðabæ byggir á fjölbreyttum hópi sem setur líflegt mark á bæjarbrag. Garðabær hefur upp á margt að bjóða eins og menningarstarf, veitinga- og kaffihús, sundlaugar, golfvelli, golfherma og fjölbreyttar gönguleiðir innan hverfa og í friðlandinu. Margir eldri íbúar eru í gönguhópum og í boði er t.d. Qi-Gong, dansleikfimi, skák og brids. Einnig hefur verið mikil ásókn í Janusarverkefnið. Nýlega drógu margir eldri borgarar fram gönguskíðin og gengu í sporum á golfvellinum. Það er mikilvægt að viðhalda líkamlegri og félagslegri virkni enda hefur virkni sannað gildi sitt sem forvörn. Þetta skiptir ekki síst máli núna eftir Covid þar sem margir hafa einangrast og tapað virkni. Ég bind vonir við að hið nýja fjölnota íþróttahús, Miðgarður, verði vel nýtt af eldri íbúum til að hreyfa sig og til félagslegs samneytis. Það er mikilvægt að efla félagsstarf í nærumhverfi fleiri íbúa, sérstaklega í nýjum hverfum. Garðatorg á að vera lifandi og spennandi staður til hittast á. Tilvalið er að nýta yfirbyggðu torgin betur fyrir afþreyingu sem gæti höfðað til eldri íbúa, t.d. mini-golfi, púttvelli, botsía (boccia) eða þægilegum æfingadúk fyrir jóga eða dans. Einnig þarf að vinna markvisst að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við eldri íbúa með það að leiðarljósi að hvetja til virkni, t.d. fjölga bekkjum. Það eru lífsgæði fólgin í því að geta búið sem lengst heima og viðhalda sjálfstæði. Það þarf að fjölga valkostum í húsnæði fyrir eldri íbúa og í skipulagi huga að minni sérbýlum og rúmgóðum björtum fjölbýlum fyrir fólk sem vill minnka við sig. Þjónusta við eldri íbúa á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Það er mikilvægt að eldri íbúar geti reitt sig á stuðningsþjónustu og aðstandendur viti, í annríki dagsins, að ástvinir búi við öryggi og líði vel. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Huga þarf sérstaklega að aðgengi eldri íbúa að heilsugæslu en sú þjónusta þarf að vera einföld og skilvirk. Það þarf einnig að skoða samþættingu á stuðningsþjónustu sem er á vegum Garðabæjar og heimahjúkrunar sem undir ríkinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stella Stefánsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Margir eru lánsamir að eldast vel og vera virkir, en aðrir þurfa stuðning. Stór hópur Garðbæinga telst til eldri borgara og það á að vera í forgangi hjá sveitarfélaginu að leggja sitt af mörkum til að þessi hópur búi við velsæld og njóti lífsgæða í nærumhverfinu. Sífellt fleiri eldri íbúar eru virkir lengur, bæði félagslega og líkamlega. Samfélag eldri íbúa í Garðabæ byggir á fjölbreyttum hópi sem setur líflegt mark á bæjarbrag. Garðabær hefur upp á margt að bjóða eins og menningarstarf, veitinga- og kaffihús, sundlaugar, golfvelli, golfherma og fjölbreyttar gönguleiðir innan hverfa og í friðlandinu. Margir eldri íbúar eru í gönguhópum og í boði er t.d. Qi-Gong, dansleikfimi, skák og brids. Einnig hefur verið mikil ásókn í Janusarverkefnið. Nýlega drógu margir eldri borgarar fram gönguskíðin og gengu í sporum á golfvellinum. Það er mikilvægt að viðhalda líkamlegri og félagslegri virkni enda hefur virkni sannað gildi sitt sem forvörn. Þetta skiptir ekki síst máli núna eftir Covid þar sem margir hafa einangrast og tapað virkni. Ég bind vonir við að hið nýja fjölnota íþróttahús, Miðgarður, verði vel nýtt af eldri íbúum til að hreyfa sig og til félagslegs samneytis. Það er mikilvægt að efla félagsstarf í nærumhverfi fleiri íbúa, sérstaklega í nýjum hverfum. Garðatorg á að vera lifandi og spennandi staður til hittast á. Tilvalið er að nýta yfirbyggðu torgin betur fyrir afþreyingu sem gæti höfðað til eldri íbúa, t.d. mini-golfi, púttvelli, botsía (boccia) eða þægilegum æfingadúk fyrir jóga eða dans. Einnig þarf að vinna markvisst að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við eldri íbúa með það að leiðarljósi að hvetja til virkni, t.d. fjölga bekkjum. Það eru lífsgæði fólgin í því að geta búið sem lengst heima og viðhalda sjálfstæði. Það þarf að fjölga valkostum í húsnæði fyrir eldri íbúa og í skipulagi huga að minni sérbýlum og rúmgóðum björtum fjölbýlum fyrir fólk sem vill minnka við sig. Þjónusta við eldri íbúa á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Það er mikilvægt að eldri íbúar geti reitt sig á stuðningsþjónustu og aðstandendur viti, í annríki dagsins, að ástvinir búi við öryggi og líði vel. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Huga þarf sérstaklega að aðgengi eldri íbúa að heilsugæslu en sú þjónusta þarf að vera einföld og skilvirk. Það þarf einnig að skoða samþættingu á stuðningsþjónustu sem er á vegum Garðabæjar og heimahjúkrunar sem undir ríkinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun