Segir sinn mann hafa hagað sér eins og kjána: „Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2022 23:07 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki ánægður með framkomu sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn „Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur, við komum ótrúlega flatir og orkulitlir út í leikinn. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu á meðan við virkuðum mjög vanstilltir,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, eftir tap gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld. „Ég hefði skilið þessa byrjun ef Isaiah Manderson [nýi bandaríski leikmaður KR] hefði byrjað inn á en þeir sem byrjuðu inn á eiga að þekkja hvorn annan og geta spilað saman. Svo var þessi vitleysa þegar Isaiah lætur reka sig út af í fyrri hálfleik eins og kjáni. Brynjar fær tæknivillu og var búinn að meiðast. Þetta var bara ömurlegur fyrri hálfleikur. Það er eitt þegar skotin detta ekki og lið spila frábærlega, þá er það bara þannig, en við eigum að geta stýrt orkustiginu og því sem við leggjum fram. Við vorum ekki að gera okkar besta.“ Helgi var ósáttur með hegðun sinna leikmanna undir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá eitthvað meira en ekki neitt á lokasekúndum hálfleiksins þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti og Tómas Þórður Hilmarsson reyndi að trufla skottilraun hans. „Já, ég tala við dómarann. Ég hef verið leikmaður og skil alveg að menn verði pirraðir en það gengur ekki að allir æsi sig og ég tala nú ekki um nýi leikmaðurinn sem er nýkominn til landsins. Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna. Mér fannst fullmikið að henda honum út af fyrir kjaftbrúk en allt í góðu með það.“ Helgi talaði um að Stjarnan hefði skorað nítján stig eftir sóknarfráköst en KR einungis fimm. Hann hefði viljað sjá sína menn stíga andstæðinga sína betur út. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn, flott barátta og við hefðum alveg getað gert þetta að leik. Það var svolítið erfitt að vera með tuttugu stig á bakinu í hálfleik.“ „Markmiðið úr þessu er að ná í sigra, byrja á því að koma okkur í úrslitakeppnina. Við erum búnir að lenda í endalausum seinkunum og frestunum á leikjum og núna hrúgast þetta allt inn í mars, fáum sjö leiki sem er skemmtilegt að hluta til. Við þurfum að reyna klífa upp töfluna.“ KR er með fjóra útlendinga en Helgi segir að áætlunin hafi verið að vera með þrjá leikmenn. Í glugganum hafi komið upp „smá basl“ sem breytti þeim áformum og því sé KR með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59 Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
„Ég hefði skilið þessa byrjun ef Isaiah Manderson [nýi bandaríski leikmaður KR] hefði byrjað inn á en þeir sem byrjuðu inn á eiga að þekkja hvorn annan og geta spilað saman. Svo var þessi vitleysa þegar Isaiah lætur reka sig út af í fyrri hálfleik eins og kjáni. Brynjar fær tæknivillu og var búinn að meiðast. Þetta var bara ömurlegur fyrri hálfleikur. Það er eitt þegar skotin detta ekki og lið spila frábærlega, þá er það bara þannig, en við eigum að geta stýrt orkustiginu og því sem við leggjum fram. Við vorum ekki að gera okkar besta.“ Helgi var ósáttur með hegðun sinna leikmanna undir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá eitthvað meira en ekki neitt á lokasekúndum hálfleiksins þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti og Tómas Þórður Hilmarsson reyndi að trufla skottilraun hans. „Já, ég tala við dómarann. Ég hef verið leikmaður og skil alveg að menn verði pirraðir en það gengur ekki að allir æsi sig og ég tala nú ekki um nýi leikmaðurinn sem er nýkominn til landsins. Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna. Mér fannst fullmikið að henda honum út af fyrir kjaftbrúk en allt í góðu með það.“ Helgi talaði um að Stjarnan hefði skorað nítján stig eftir sóknarfráköst en KR einungis fimm. Hann hefði viljað sjá sína menn stíga andstæðinga sína betur út. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn, flott barátta og við hefðum alveg getað gert þetta að leik. Það var svolítið erfitt að vera með tuttugu stig á bakinu í hálfleik.“ „Markmiðið úr þessu er að ná í sigra, byrja á því að koma okkur í úrslitakeppnina. Við erum búnir að lenda í endalausum seinkunum og frestunum á leikjum og núna hrúgast þetta allt inn í mars, fáum sjö leiki sem er skemmtilegt að hluta til. Við þurfum að reyna klífa upp töfluna.“ KR er með fjóra útlendinga en Helgi segir að áætlunin hafi verið að vera með þrjá leikmenn. Í glugganum hafi komið upp „smá basl“ sem breytti þeim áformum og því sé KR með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59 Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59
Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55