Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2022 21:33 Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót. Þrjár aðrar brýr verða reistar á vegarkaflanum. Vegagerðin Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að með nýjum vegi þvert yfir Hornafjörð ásamt smíði fjögurra brúa sé ætlunin að stytta hringveginn um tólf kílómetra og miða áætlanir við að ljúka verkinu árið 2025. Vegamálastjóri segir útboðið marka tímamót sem það fyrsta á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem verktaka er bæði ætlað að vinna verkið og fjármagna það að hluta. Tilboðin eru í framkvæmd og fjármögnun verksins.Grafík/Kristján Jónsson Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður nærri 7 milljarðar króna. Tvö tilboð bárust, það lægra frá Ístaki upp á tæpa 8,5 milljarða króna, eða 21,5 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Hærra tilboðið áttu ÞG verktakar upp á nærri 9,8 milljarða króna. Þriðji verktakinn, sem komst í gegnum forval, sendi ekki inn tilboð. Fjárhæðir innifela framkvæmdakostnað og fjármagnskostnað verkefnisins, á framkvæmdatíma og til 25 ára. En eru tilboðin vonbrigði? „Ég ætla ekki að segja að þau séu vonbrigði. Ég er nú eiginlega ekki búin að hafa þessi tilboð undir höndum nema circa klukkutíma þannig að við eigum nú eftir að skoða þau betur. En ég skal alveg viðurkenna að við höfðum vonast eftir lægri tölum. En svo á maður eftir að sjá betur hvernig þetta er samansett,“ svarar Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum.Vegagerðin Þegar tilboð eru svo hátt yfir kostnaðaráætlun vaknar sú spurning: Mun Vegagerðin hafna þeim og hugsanlega bjóða verkið aftur út síðar? „Það er bara algerlega óskrifað blað hvernig verður farið með það,“ svarar Bergþóra. Tvö önnur samvinnuverkefni eru einnig komin í ferli, vegur yfir Öxi og ný Ölfusárbrú. „Við erum búin að halda kynningarfund fyrir Öxi og munum halda kynningarfund fyrir Ölfusárbrú núna á föstudaginn. Þar með eru þau verkefni farin af stað.“ Framundan séu svokallaðar samkeppnisviðræður, að sögn Bergþóru. „Ef Guð lofar og allt gengur vel, þá verðum við í svipaðri stöðu með þessi verkefni í febrúar á næsta ári og við erum með Hornafjörð í dag,“ segir vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Vegtollar Hornafjörður Múlaþing Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að með nýjum vegi þvert yfir Hornafjörð ásamt smíði fjögurra brúa sé ætlunin að stytta hringveginn um tólf kílómetra og miða áætlanir við að ljúka verkinu árið 2025. Vegamálastjóri segir útboðið marka tímamót sem það fyrsta á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem verktaka er bæði ætlað að vinna verkið og fjármagna það að hluta. Tilboðin eru í framkvæmd og fjármögnun verksins.Grafík/Kristján Jónsson Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður nærri 7 milljarðar króna. Tvö tilboð bárust, það lægra frá Ístaki upp á tæpa 8,5 milljarða króna, eða 21,5 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Hærra tilboðið áttu ÞG verktakar upp á nærri 9,8 milljarða króna. Þriðji verktakinn, sem komst í gegnum forval, sendi ekki inn tilboð. Fjárhæðir innifela framkvæmdakostnað og fjármagnskostnað verkefnisins, á framkvæmdatíma og til 25 ára. En eru tilboðin vonbrigði? „Ég ætla ekki að segja að þau séu vonbrigði. Ég er nú eiginlega ekki búin að hafa þessi tilboð undir höndum nema circa klukkutíma þannig að við eigum nú eftir að skoða þau betur. En ég skal alveg viðurkenna að við höfðum vonast eftir lægri tölum. En svo á maður eftir að sjá betur hvernig þetta er samansett,“ svarar Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum.Vegagerðin Þegar tilboð eru svo hátt yfir kostnaðaráætlun vaknar sú spurning: Mun Vegagerðin hafna þeim og hugsanlega bjóða verkið aftur út síðar? „Það er bara algerlega óskrifað blað hvernig verður farið með það,“ svarar Bergþóra. Tvö önnur samvinnuverkefni eru einnig komin í ferli, vegur yfir Öxi og ný Ölfusárbrú. „Við erum búin að halda kynningarfund fyrir Öxi og munum halda kynningarfund fyrir Ölfusárbrú núna á föstudaginn. Þar með eru þau verkefni farin af stað.“ Framundan séu svokallaðar samkeppnisviðræður, að sögn Bergþóru. „Ef Guð lofar og allt gengur vel, þá verðum við í svipaðri stöðu með þessi verkefni í febrúar á næsta ári og við erum með Hornafjörð í dag,“ segir vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Vegtollar Hornafjörður Múlaþing Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05
Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45
Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent