Fjölskyldur í forgang – fram veginn í leikskólamálum Andri Steinn Hilmarsson skrifar 17. febrúar 2022 17:30 Tæplega 9% íbúa Kópavogsbæjar eru 6 ára og yngri. Það ætti því að koma fæstum á óvart að leikskólamál í bænum verði mikið til umræðu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Kópavogur hefur staðið vel að leikskólamálum í bænum og tekist að taka börn fyrr inn í leikskólana en t.d. hjá nágrannasveitarfélaginu Reykjavík og ætla má að þær séu nokkrar fjölskyldurnar í Kópavogi sem horfðu einkum til þessara mála hjá sveitarfélaginu þegar þær ákváðu hvar þær ætluðu að byggja sér líf. Börnum á leikskólaaldri hefur þó fækkað nokkuð á síðustu árum í bænum, hér um bil í beinu hlutfalli við fjölda leikskólabarna í bænum sem einnig hefur fækkað en í dag eru 12% færri leikskólabörn í bænum en þau voru árið 2014. Af þeirri ástæðu hefur leikskólum bæjarins ekki fjölgað sl. ár. Síðustu tvö ár hefur þróunin snúist við og börnum á leikskólaaldri farið aftur fjölgandi, og því fylgja áskoranir. Hingað til hefur bænum tekist að innrita börn um 14-15 mánaða aldurinn, en inntökualdurinn fer hækkandi með tilheyrandi flækjustigi fyrir foreldra ungra barna. Það horfir til betri vegar með nýjum Kárnesskóla og nýjum leikskóla við Skólatröð. Eins vinnur bærinn að því að fjölga færanlegum kennslurýmum á lóðum leikskólanna, sem er vel. En öflugir leikskólar verða ekki byggðir með plástrum. Stærsta áskorun sveitarfélaga í leikskólamálum er og verður mönnun leikskólanna, ekki fjöldi bygginga. Mikilvægasta jafnréttismálið Ég vil búa í sveitarfélagi sem setur fjölskyldur í forgang. Sveitarfélagi þar sem leikskólapláss er tryggt öllum börnum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Örugg dagvistunarúrræði eru eitt öflugasta tólið sem við höfum í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og gegn launamun kynjanna en konur taka almennt lengra fæðingarorlof og eru lengur frá vinnu en karlar. Framboð á leikskólaplássum greiðir leið kvenna á vinnumarkaði. Við fjölskyldan erum hæstánægð með leikskóla dóttur okkar. Starfsfólkið til fyrirmyndar og starfið öflugt. Það er mikilvægt að vita af henni í góðum höndum, en álagið á starfsfólkið hefur verið mikið sökum fáliðunar og ekki hefur covid-19 bætt úr skák. Þetta hefur oft leitt til póstsendinga til foreldra þar sem við erum hvött til að sækja fyrr í leikskólann til að létta undir með þeim, sem er okkur ljúft og skylt að gera þegar við höfum svigrúm til. En þetta getur ekki verið viðvarandi ástand og þess vegna þarf bærinn að stíga inn í og forgangsraða í rekstrinum. Um leið þarf að auka sveigjanleika gagnvart foreldrum og börnum, öll höfum við ólíkar þarfir, og ólíkan vinnutíma ef út í það er farið. Við getum ekki öll tekið sumarleyfi þegar leikskólinn lokar. Með lengri opnunartíma leikskólanna dreifum við umferð betur innan hverfanna, drögum úr álagspunktum í umferðinni og styttum þar með vinnuviku fólks. Hjá sjálfstætt starfandi leikskólum er sagan og hefðin Leikskólar á Íslandi voru framan af einkareknir, reknir af kvenfélögum og verkalýðshreyfingunni. Það er ekki fyrr en á seinni hluta síðustu aldar að það byrjar að breytast. Nýlega lagðist starfsemi einkarekna leikskólans Undraland á Kársnesi af, eftir að stofnendur og stjórnendur leikskólans ákváðu að kalla þetta gott. Það er mikill missir af þessum litla leikskóla með stóra hjartað. Foreldrar barna af leikskólanum bera starfinu þar góða söguna. Starfsmannaveltan lítil og starfsdögum stillt upp þannig að þeir hefðu sem minnst rask á daglega rútínu fólks. Ég held að það sé skynsamleg leið að skoða eflingu sjálfstætt starfandi leikskóla í Kópavogi. Samkeppni er alltaf af hinu góða. Skólar reknir eftir betri stefnum eru betri söluvara. Hjá sjálfstætt starfandi leikskólum er sagan og hefðin. Að sama skapi er engin skömm að því að fólk sem sinnir leikskólarekstri af kostgæfni hagnist á því. Með ávísanakerfi þar sem bærinn greiðir með leikskólavist hvers barns er það í höndum foreldranna að ganga úr skugga um að leikskólastarfið sé í lagi. Rekstur gengur iðulega betur þegar stjórnendurnir eiga eitthvað undir því að farið sé vel með fjármuni og góð þjónusta veitt. Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tæplega 9% íbúa Kópavogsbæjar eru 6 ára og yngri. Það ætti því að koma fæstum á óvart að leikskólamál í bænum verði mikið til umræðu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Kópavogur hefur staðið vel að leikskólamálum í bænum og tekist að taka börn fyrr inn í leikskólana en t.d. hjá nágrannasveitarfélaginu Reykjavík og ætla má að þær séu nokkrar fjölskyldurnar í Kópavogi sem horfðu einkum til þessara mála hjá sveitarfélaginu þegar þær ákváðu hvar þær ætluðu að byggja sér líf. Börnum á leikskólaaldri hefur þó fækkað nokkuð á síðustu árum í bænum, hér um bil í beinu hlutfalli við fjölda leikskólabarna í bænum sem einnig hefur fækkað en í dag eru 12% færri leikskólabörn í bænum en þau voru árið 2014. Af þeirri ástæðu hefur leikskólum bæjarins ekki fjölgað sl. ár. Síðustu tvö ár hefur þróunin snúist við og börnum á leikskólaaldri farið aftur fjölgandi, og því fylgja áskoranir. Hingað til hefur bænum tekist að innrita börn um 14-15 mánaða aldurinn, en inntökualdurinn fer hækkandi með tilheyrandi flækjustigi fyrir foreldra ungra barna. Það horfir til betri vegar með nýjum Kárnesskóla og nýjum leikskóla við Skólatröð. Eins vinnur bærinn að því að fjölga færanlegum kennslurýmum á lóðum leikskólanna, sem er vel. En öflugir leikskólar verða ekki byggðir með plástrum. Stærsta áskorun sveitarfélaga í leikskólamálum er og verður mönnun leikskólanna, ekki fjöldi bygginga. Mikilvægasta jafnréttismálið Ég vil búa í sveitarfélagi sem setur fjölskyldur í forgang. Sveitarfélagi þar sem leikskólapláss er tryggt öllum börnum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Örugg dagvistunarúrræði eru eitt öflugasta tólið sem við höfum í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og gegn launamun kynjanna en konur taka almennt lengra fæðingarorlof og eru lengur frá vinnu en karlar. Framboð á leikskólaplássum greiðir leið kvenna á vinnumarkaði. Við fjölskyldan erum hæstánægð með leikskóla dóttur okkar. Starfsfólkið til fyrirmyndar og starfið öflugt. Það er mikilvægt að vita af henni í góðum höndum, en álagið á starfsfólkið hefur verið mikið sökum fáliðunar og ekki hefur covid-19 bætt úr skák. Þetta hefur oft leitt til póstsendinga til foreldra þar sem við erum hvött til að sækja fyrr í leikskólann til að létta undir með þeim, sem er okkur ljúft og skylt að gera þegar við höfum svigrúm til. En þetta getur ekki verið viðvarandi ástand og þess vegna þarf bærinn að stíga inn í og forgangsraða í rekstrinum. Um leið þarf að auka sveigjanleika gagnvart foreldrum og börnum, öll höfum við ólíkar þarfir, og ólíkan vinnutíma ef út í það er farið. Við getum ekki öll tekið sumarleyfi þegar leikskólinn lokar. Með lengri opnunartíma leikskólanna dreifum við umferð betur innan hverfanna, drögum úr álagspunktum í umferðinni og styttum þar með vinnuviku fólks. Hjá sjálfstætt starfandi leikskólum er sagan og hefðin Leikskólar á Íslandi voru framan af einkareknir, reknir af kvenfélögum og verkalýðshreyfingunni. Það er ekki fyrr en á seinni hluta síðustu aldar að það byrjar að breytast. Nýlega lagðist starfsemi einkarekna leikskólans Undraland á Kársnesi af, eftir að stofnendur og stjórnendur leikskólans ákváðu að kalla þetta gott. Það er mikill missir af þessum litla leikskóla með stóra hjartað. Foreldrar barna af leikskólanum bera starfinu þar góða söguna. Starfsmannaveltan lítil og starfsdögum stillt upp þannig að þeir hefðu sem minnst rask á daglega rútínu fólks. Ég held að það sé skynsamleg leið að skoða eflingu sjálfstætt starfandi leikskóla í Kópavogi. Samkeppni er alltaf af hinu góða. Skólar reknir eftir betri stefnum eru betri söluvara. Hjá sjálfstætt starfandi leikskólum er sagan og hefðin. Að sama skapi er engin skömm að því að fólk sem sinnir leikskólarekstri af kostgæfni hagnist á því. Með ávísanakerfi þar sem bærinn greiðir með leikskólavist hvers barns er það í höndum foreldranna að ganga úr skugga um að leikskólastarfið sé í lagi. Rekstur gengur iðulega betur þegar stjórnendurnir eiga eitthvað undir því að farið sé vel með fjármuni og góð þjónusta veitt. Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars nk.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar