Í knattspyrnunni er komið að Evrópudeildinni og Sambandsdeild Evrópu eftir að Meistaradeildin átti sviðið í gær og í fyrradag.
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar hans í Noregsmeisturum Bodo/Glimt verða í eldlínunni í Sambandsdeildinni og mæta skoska stórveldinu Celtic í Glasgow.
Í Evrópudeildinni verður hitt Glasgow stórveldið í eldlínunni þar sem Rangers heimsækir Dortmund í áhugaverðum leik en einnig eigast Porto og Lazio við í Evrópudeildinni. Alls verða fimm fótboltaleikir sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld.
Íslenski körfuboltinn verður á sínum stað þar sem tveir leikir úr Subway deildinni verða sýndir. Annars vegar tekur ÍR á móti Val og hins vegar eigast Stjarnan og KR við.
Alla viðburði dagsins má sjá hér neðst í fréttinni.