Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 15:54 Meint brot áttu sér stað á salerni á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Fram kemur í ákæru á hendur manninum að hann hafi ruðst inn á salerni á ónafngreindum skemmtistað í miðborginni aðfaranótt sunnudagsins 8. ágúst í fyrra. Þar hafi annar karlmaður verið staddur. Ákærði hafi dregið niður um hann buxur og nærbuxur og reynt að hafa endaþarmsmök við hann án hans samþykkis. Karlmaðurinn segist ítrekað hafa sagst ekki vilja þetta. Hann hafi reynt að ýta ákærða frá og þegar hann náði að ýta honum frá hafi ákærði farið niður á hnén og reynt að hafa munnmök við brotaþola sem náði að komast út af salerninu. Í öðrum ákærulið segir að ákærði hafi stuttu síðar farið á eftir karlmanninum inn á salernið, þrýst honum upp að vegg, dregið niður um hann buxur og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis. Brotaþoli segist ítrekað hafa tjáð ákærða að hann vildi þetta ekki og reynt að komast í burtu. Þegar honum hafi tekist það hafi ákærði tekið í hönd hans, þvingað hann á hné og látið hann hafa við sig munnmök. Hann hafi ekki hætt því þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um auk þess sem hann hafi reynt að slá frá sér. Þá hafi ákærði fróað sér fyrir framan hann þar til brotaþoli hafi komist út af salerninu. Farið er fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir karlmanninn, brotaþola í málinu. Í þriðja lið ákærunnar kemur fram að ákærði sé grunaður um brot gegn lögum um útlendinga. Hann hafi við handtöku um nóttina haft í vörslum sínum falsað ökuskírteini með gildistíma frá 2019 til 2029 og sömuleiðis falsað kennivottorð með svipaðan gildistíma. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og er aðalmeðferð fyrirhuguð í mars. Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fram kemur í ákæru á hendur manninum að hann hafi ruðst inn á salerni á ónafngreindum skemmtistað í miðborginni aðfaranótt sunnudagsins 8. ágúst í fyrra. Þar hafi annar karlmaður verið staddur. Ákærði hafi dregið niður um hann buxur og nærbuxur og reynt að hafa endaþarmsmök við hann án hans samþykkis. Karlmaðurinn segist ítrekað hafa sagst ekki vilja þetta. Hann hafi reynt að ýta ákærða frá og þegar hann náði að ýta honum frá hafi ákærði farið niður á hnén og reynt að hafa munnmök við brotaþola sem náði að komast út af salerninu. Í öðrum ákærulið segir að ákærði hafi stuttu síðar farið á eftir karlmanninum inn á salernið, þrýst honum upp að vegg, dregið niður um hann buxur og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis. Brotaþoli segist ítrekað hafa tjáð ákærða að hann vildi þetta ekki og reynt að komast í burtu. Þegar honum hafi tekist það hafi ákærði tekið í hönd hans, þvingað hann á hné og látið hann hafa við sig munnmök. Hann hafi ekki hætt því þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um auk þess sem hann hafi reynt að slá frá sér. Þá hafi ákærði fróað sér fyrir framan hann þar til brotaþoli hafi komist út af salerninu. Farið er fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir karlmanninn, brotaþola í málinu. Í þriðja lið ákærunnar kemur fram að ákærði sé grunaður um brot gegn lögum um útlendinga. Hann hafi við handtöku um nóttina haft í vörslum sínum falsað ökuskírteini með gildistíma frá 2019 til 2029 og sömuleiðis falsað kennivottorð með svipaðan gildistíma. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og er aðalmeðferð fyrirhuguð í mars.
Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira