„Það svíður alveg helvíti mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Hólmar Örn Eyjólfsson (næstlengst til hægri) ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu, svekktur eftir að Ísland féll úr keppni á HM 2018. Getty/Valery Matytsin Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur í íslenska fótboltann eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hann á að baki 19 A-landsleiki og var í mörg ár viðloðandi landsliðið en missti sæti sitt á ögurstundu sumarið 2016. „Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
„Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira