Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Frá öldrunarheimili á Spáni. Vísir/Getty Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd. Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira