Helga Jóhanna stefnir á þriðja sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2022 10:31 Helga Jóhanna Oddsdóttir. Helga Jóhanna Oddsdóttir býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helgu Jóhönnu sem hefur undanfarin tvö ár starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna. „Ég er 48 ára, fædd og uppalin í Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ og hef búið þar mestan hluta ævi minnar með viðkomu í Þýskalandi, Reykjavík og Garðabæ. Ég er gift Einari Jónssyni sem fæddur og uppalinn er í Njarðvík og eigum við samtals fimm syni og sex barnabörn. Frá janúar 2020 hef ég starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna hf. og þar áður sem stjórnunarráðgjafi í eigin rekstri í 10 ár,“ segir Helga Jóhanna. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúana. „Stuðla að eflingu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð með sérstakri áherslu á aukið aðgengi að sérfræðingum á sviði geðheilsu og aukinn stuðningur við, og áhersla á, hlutverk íþrótta og lýðheilsu í lífi barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Við höfum allt til að bera til að vera það sveitarfélag sem best er að búa í, með öflugri þjónustu við alla aldurshópa, frá vöggu til grafar,“ segir Helga. „Ég þekki vel til starfsemi og áskorana sveitarfélaga úr fyrri störfum, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar á árunum 2003-2008, aðalmaður í barnaverndarnefnd í 8 ár og aðalmaður í fræðsluráði í 4 ár. Sem ráðgjafi sveitarfélaga um allt land, bæði á sviði stefnumótunar, mannauðsráðgjafar og þjálfunar stjórnenda. Eins tók ég að mér verkefni á vegum Evrópusambandsins í Kambódíu þar sem áherslan var á eflingu sveitarstjórnarstigsins.“ Helga Jóhanna segist trúa því að reynsla hennar og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel. Hún hlakki til að stíga sín fyrstu skref í þá átt sem frambjóðandi. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég er 48 ára, fædd og uppalin í Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ og hef búið þar mestan hluta ævi minnar með viðkomu í Þýskalandi, Reykjavík og Garðabæ. Ég er gift Einari Jónssyni sem fæddur og uppalinn er í Njarðvík og eigum við samtals fimm syni og sex barnabörn. Frá janúar 2020 hef ég starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna hf. og þar áður sem stjórnunarráðgjafi í eigin rekstri í 10 ár,“ segir Helga Jóhanna. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúana. „Stuðla að eflingu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð með sérstakri áherslu á aukið aðgengi að sérfræðingum á sviði geðheilsu og aukinn stuðningur við, og áhersla á, hlutverk íþrótta og lýðheilsu í lífi barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Við höfum allt til að bera til að vera það sveitarfélag sem best er að búa í, með öflugri þjónustu við alla aldurshópa, frá vöggu til grafar,“ segir Helga. „Ég þekki vel til starfsemi og áskorana sveitarfélaga úr fyrri störfum, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar á árunum 2003-2008, aðalmaður í barnaverndarnefnd í 8 ár og aðalmaður í fræðsluráði í 4 ár. Sem ráðgjafi sveitarfélaga um allt land, bæði á sviði stefnumótunar, mannauðsráðgjafar og þjálfunar stjórnenda. Eins tók ég að mér verkefni á vegum Evrópusambandsins í Kambódíu þar sem áherslan var á eflingu sveitarstjórnarstigsins.“ Helga Jóhanna segist trúa því að reynsla hennar og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel. Hún hlakki til að stíga sín fyrstu skref í þá átt sem frambjóðandi. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira