Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2022 22:05 Ný brú yfir Ölfusá er fyrirhuguð á móts við Laugardæli norðaustan Selfoss. Vegagerðin Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að vegur um Öxi stytti ferðatímann milli Egilsstaða og Djúpavogs um fjörutíu til fimmtíu mínútur en hann hefur þann annmarka að vera ófær yfir vetrarmánuði. Uppbygging Axarvegar sem heilsársvegar er meðal þeirra sex verkefna, sem tilgreind eru í lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, og núna hefur Vegagerðina formlega auglýst eftir áhugasömum bjóðendum. Horft niður í Berufjörð af veginum um Öxi.Egill Aðalsteinsson Þeim sem fær verkið er einnig ætlað að hanna veginn, fjármagna verkið að hálfu og síðan annast snjóruðning og viðhald vegarins til allt að þrjátíu ára. Mótframlag kemur úr ríkissjóði en vegfarendum er ætlað að greiða hinn helminginn með vegtolli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta ársins 2023. Áður var Vegagerðin búin að setja brú yfir Hornafjarðarfljót í samskonar ferli. Þar hafa þrír verktakahópar verið metnir hæfir og verða tilboð opnuð næstkomandi fimmtudag, 17. febrúar, bæði í verkið sjálft sem og fjármögnun þess. Að sögn Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, er vonast til að framkvæmdir við Hornafjarðarfljót hefjist með vorinu. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.Vegagerðin Ný brú á Ölfusá við Selfoss verður svo þriðja samvinnuverkefnið sem fer í gang og stefnir Vegagerðina að því að auglýsa í næsta mánuði eftir áhugasömum aðilum til að smíða og fjármagna brúarsmíðina. Þar er einnig gert ráð fyrir að mótframlag ríkisins verði um það bil helmingur, - hinn helminginn greiða svo vegfarendur með brúartolli. Brúarsmíðin gæti hafist á fyrri hluta næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Vegtollar Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Hornafjörður Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22 Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að vegur um Öxi stytti ferðatímann milli Egilsstaða og Djúpavogs um fjörutíu til fimmtíu mínútur en hann hefur þann annmarka að vera ófær yfir vetrarmánuði. Uppbygging Axarvegar sem heilsársvegar er meðal þeirra sex verkefna, sem tilgreind eru í lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, og núna hefur Vegagerðina formlega auglýst eftir áhugasömum bjóðendum. Horft niður í Berufjörð af veginum um Öxi.Egill Aðalsteinsson Þeim sem fær verkið er einnig ætlað að hanna veginn, fjármagna verkið að hálfu og síðan annast snjóruðning og viðhald vegarins til allt að þrjátíu ára. Mótframlag kemur úr ríkissjóði en vegfarendum er ætlað að greiða hinn helminginn með vegtolli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta ársins 2023. Áður var Vegagerðin búin að setja brú yfir Hornafjarðarfljót í samskonar ferli. Þar hafa þrír verktakahópar verið metnir hæfir og verða tilboð opnuð næstkomandi fimmtudag, 17. febrúar, bæði í verkið sjálft sem og fjármögnun þess. Að sögn Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, er vonast til að framkvæmdir við Hornafjarðarfljót hefjist með vorinu. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.Vegagerðin Ný brú á Ölfusá við Selfoss verður svo þriðja samvinnuverkefnið sem fer í gang og stefnir Vegagerðina að því að auglýsa í næsta mánuði eftir áhugasömum aðilum til að smíða og fjármagna brúarsmíðina. Þar er einnig gert ráð fyrir að mótframlag ríkisins verði um það bil helmingur, - hinn helminginn greiða svo vegfarendur með brúartolli. Brúarsmíðin gæti hafist á fyrri hluta næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Vegtollar Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Hornafjörður Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22 Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22
Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37
Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12