Klukkan 19.15 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.00 er svo komið að leik Sporting frá Portúgal og Englandsmeistara Manchester City.
Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá en þar verður farið yfir allt sem gerðist í leik Sporting og Man City sem og það sem átti sér stað í leik París Saint-Germain og Real Madríd í Frakklandi.
Þá er Ljósleiðaradeildin á sínum stað á Stöð 2 E Sport klukkan 20.15. Í fyrri viðureign kvöldsins mætast Fylkir og Þór. Í þeirri síðari mætast svo XY og Kórdrengir.