Reykjanesbær fyrsta sveitarfélagið með nýja nálgun í aðlögun flóttafólks Heimsljós 14. febrúar 2022 12:09 Ahlam og Khalifa flúðu átök í Írak og hafa nú hlotið hæli á Íslandi þar sem þau hófu nýtt líf ásamt þremur ungum dætrum sínum. © UNHCR/Elisabeth Haslund „Ég mun aldrei gleyma þeim raunum sem við höfum upplifað á undanförnum fjórum árum, en þá sá ég enga framtíð fyrir börnin mín og konuna mína. Núna er allt breytt. Þetta er heimili mitt núna. Þetta er landið mitt,“ segir Khalifa Mushib sem kom til Íslands ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum í janúar á síðasta ári. Fjölskyldan er frá Írak og fær tækifæri til að aðlagast og hefja nýtt líf í Reykjanesbæ – sem er fyrsta sveitarfélagið á Norðurlöndum sem tekur þátt í verkefninu #WithRefugees á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR. Fjölskyldan fékk nýlega dvalarleyfi á Íslandi. Þau komu hingað til lands eftir tveggja og hálfs árs harða lífsbaráttu í Grikklandi. „Í Írak hafa verið átök í rúmlega 45 ár og það er ekki til hreint vatn né aðgangur að lyfjum. Það er ekkert líf þar. Við flúðum til Grikklands og vorum heppin að við þurftum einungis eina tilraun á bátnum til að komast yfir Miðjarðarhafið. Sumar fjölskyldur reyna að fara yfir allt að tíu sinnum en það tekur aðeins eina sekúndu að missa barnið þitt eða fjölskylduna þína,“ segir Khalifa. Ásta Kristín Guðmundsdóttir er Teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ á Íslandi.© UNHCR/Elisabeth Haslund. Aðstæðurnar á eyjunni Kos voru langt frá því að vera viðunandi. Þar bjuggu þau ásamt þúsundum annarra í yfirfullu móttökurými. Þó nokkur margar fjölskyldur deildu með sér hjólhýsi, málarekstur þeirra gekk hægt og sérstaklega erfitt var að fá tíma hjá lækni. Ahlim, eiginkona Khalifa, var þá komin tvo mánuði á leið. Hún upplifði erfiðleika á meðgöngu, fékk ekki tíma hjá lækni og missti fóstrið. Það var þá sem Khalifa Mushib ákvað að þau hefðu ekki um annan kost að velja en leita hælis í öðru landi. Þær sögur sem hann hafði heyrt um Ísland sannfærðu hann um það að þetta fámenna ríki í norðri væri öruggt og þar lægi framtíð hans og fjölskyldunnar. „Ég er úrskurðaður blindur og þegar þú ert blindur í Írak er ekkert fyrir þig að gera. Engin störf og kerfið hjálpar þér ekki neitt. Fólkið hérna hefur verið svo hjálpsamt. Börnin mín eru í skóla, æfa íþróttir og eiga íslenska vini,“ segir Khalifa. „Mér finnst veðrið ekki einu sinni svo slæmt. Það getur verið ansi kalt í Írak.“ Reykjanesbær hefur ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndum hafið innleiðingu nýrrar starfsáætlunar á samræmda móttöku flóttafólks sem miðar að því að hjálpa fólkinu að aðlagast samfélaginu hraðar og betur. „Starfsemin er enn þá í þróun en þetta snýst fyrst og fremst um að hjálpa fólkinu að aðlagast og að það fái þá þjónustu sem það þarf og að henni sé fylgt eftir. Fyrsta skrefið er að veita flóttafólki öryggistilfinningu, með því að aðstoða það við að finna húsnæði og skapa fjárhagslegt öryggi,“ segir Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Byggt á grein á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Fjölskyldan er frá Írak og fær tækifæri til að aðlagast og hefja nýtt líf í Reykjanesbæ – sem er fyrsta sveitarfélagið á Norðurlöndum sem tekur þátt í verkefninu #WithRefugees á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR. Fjölskyldan fékk nýlega dvalarleyfi á Íslandi. Þau komu hingað til lands eftir tveggja og hálfs árs harða lífsbaráttu í Grikklandi. „Í Írak hafa verið átök í rúmlega 45 ár og það er ekki til hreint vatn né aðgangur að lyfjum. Það er ekkert líf þar. Við flúðum til Grikklands og vorum heppin að við þurftum einungis eina tilraun á bátnum til að komast yfir Miðjarðarhafið. Sumar fjölskyldur reyna að fara yfir allt að tíu sinnum en það tekur aðeins eina sekúndu að missa barnið þitt eða fjölskylduna þína,“ segir Khalifa. Ásta Kristín Guðmundsdóttir er Teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ á Íslandi.© UNHCR/Elisabeth Haslund. Aðstæðurnar á eyjunni Kos voru langt frá því að vera viðunandi. Þar bjuggu þau ásamt þúsundum annarra í yfirfullu móttökurými. Þó nokkur margar fjölskyldur deildu með sér hjólhýsi, málarekstur þeirra gekk hægt og sérstaklega erfitt var að fá tíma hjá lækni. Ahlim, eiginkona Khalifa, var þá komin tvo mánuði á leið. Hún upplifði erfiðleika á meðgöngu, fékk ekki tíma hjá lækni og missti fóstrið. Það var þá sem Khalifa Mushib ákvað að þau hefðu ekki um annan kost að velja en leita hælis í öðru landi. Þær sögur sem hann hafði heyrt um Ísland sannfærðu hann um það að þetta fámenna ríki í norðri væri öruggt og þar lægi framtíð hans og fjölskyldunnar. „Ég er úrskurðaður blindur og þegar þú ert blindur í Írak er ekkert fyrir þig að gera. Engin störf og kerfið hjálpar þér ekki neitt. Fólkið hérna hefur verið svo hjálpsamt. Börnin mín eru í skóla, æfa íþróttir og eiga íslenska vini,“ segir Khalifa. „Mér finnst veðrið ekki einu sinni svo slæmt. Það getur verið ansi kalt í Írak.“ Reykjanesbær hefur ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndum hafið innleiðingu nýrrar starfsáætlunar á samræmda móttöku flóttafólks sem miðar að því að hjálpa fólkinu að aðlagast samfélaginu hraðar og betur. „Starfsemin er enn þá í þróun en þetta snýst fyrst og fremst um að hjálpa fólkinu að aðlagast og að það fái þá þjónustu sem það þarf og að henni sé fylgt eftir. Fyrsta skrefið er að veita flóttafólki öryggistilfinningu, með því að aðstoða það við að finna húsnæði og skapa fjárhagslegt öryggi,“ segir Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Byggt á grein á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent