Emil aftur í fótbolta eftir hjartastoppið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 09:01 Emil Pálsson á fyrstu æfingunni eftir hjartastoppið í byrjun nóvember. Hann æfði með Sarpsborg á Spáni í gær. sarpsborg08.no Þremur mánuðum eftir að hafa verið lífgaður við á knattspyrnuvellinum, þar sem hjarta hans stöðvaðist í hátt í fjórar mínútur, er Emil Pálsson farinn að geta æft fótbolta að nýju. Norska félagið Sarpsborg, sem Emil er á mála hjá, birti myndskeið af Emil í gær þar sem hann tók þátt í æfingu á Spáni en liðið undirbýr sig þar fyrir komandi keppnistímabil. Emil kvaðst svo sannarlega glaður yfir að komast aftur á æfingu, og geta hitt félaga sína. Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022 Það var 1. nóvember síðastliðinn sem Emil hné niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni, en Emil var að láni hjá Sogndal seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil þegar hann ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir hjartastoppið. Í viðtölum í kjölfarið sagðist hann ekkert vita um framhaldið hjá sér í fótboltanum og taldi jafnvel lítinn möguleika á að hann héldi knattspyrnuferlinum áfram. Svipmyndirnar frá æfingu Sarpsborg í gær gefa hins vegar til kynna að þessi 28 ára gamli Ísfirðingur sé á réttri leið, líkt og Daninn Christian Eriksen sem er mættur í ensku úrvalsdeildina hjá Brentford eftir hjartastopp á EM í fyrrasumar. Sarpsborg á fyrir höndum nokkra æfingaleiki á Spáni en byrjar svo leiktíðina á bikarleik gegn Asane 13. mars. Fyrsti leikur liðsins í norsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð er gegn Viking 3. apríl. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Norska félagið Sarpsborg, sem Emil er á mála hjá, birti myndskeið af Emil í gær þar sem hann tók þátt í æfingu á Spáni en liðið undirbýr sig þar fyrir komandi keppnistímabil. Emil kvaðst svo sannarlega glaður yfir að komast aftur á æfingu, og geta hitt félaga sína. Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022 Það var 1. nóvember síðastliðinn sem Emil hné niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni, en Emil var að láni hjá Sogndal seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil þegar hann ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir hjartastoppið. Í viðtölum í kjölfarið sagðist hann ekkert vita um framhaldið hjá sér í fótboltanum og taldi jafnvel lítinn möguleika á að hann héldi knattspyrnuferlinum áfram. Svipmyndirnar frá æfingu Sarpsborg í gær gefa hins vegar til kynna að þessi 28 ára gamli Ísfirðingur sé á réttri leið, líkt og Daninn Christian Eriksen sem er mættur í ensku úrvalsdeildina hjá Brentford eftir hjartastopp á EM í fyrrasumar. Sarpsborg á fyrir höndum nokkra æfingaleiki á Spáni en byrjar svo leiktíðina á bikarleik gegn Asane 13. mars. Fyrsti leikur liðsins í norsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð er gegn Viking 3. apríl.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira