Margfaldir verðlaunahundar en eru þó taldir heimskustu hundar í heimi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 20:03 Hálfsysturnar Stefanía Stella Baldursdóttir (t.v.) og Anna Dís Arnarsdóttir, sem hafa náð góðum árangri í ræktun sinna enda eru hundarnir þeim allt. Anna Dís heldur á Glowie. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann heitir Tinni og er alþjóðlegur meistari, Norðurlandameistari, íslenskur meistari og íslenskur ungliðameistari og hún heitir Nóra og er ungliðameistari í Bozniu&Herzegovinu, Króatíu, Slóveníu, Macedoniu og Rúmeníu. Hér erum við að tala um tvo hunda þar sem eigendur þeirra hafa ekki undan við að taka á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir þá. Það er gaman að koma inn á heimili hjá hálfsystrunum Stefaníu Stellu og Önnu Dís í Grafarvogi því þær eru að rækta mjög sérstaka hunda, sem eru stórir og með mikinn feld. Þá eru þær líka með tík, sem heitir Gloví, sem er með eitt íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow. Tíkin er innflutt frá Rússlandi en rakkinn er fæddur á Íslandi. Um 30 hundar af þessari tegund eru til víðs vegar um landið. „Þetta eru hundar ættaðir frá Afganistan og þeir eru mjög loðnir og stórir. Þeir eru í tegundahóp 10, sem eru mjóhundar, þannig að þeir hlaupa mjög hratt,“ segir Anna Dís og Stefanía Stella bætir strax við. Stefanía Stella með Tinna á hundasýningu.Einkasafn „Þeir eru taldir vera heimskustu hundar í heimi en þeir eru það ekki. Þeir eru með rökhugsun, sem er mjög sjaldgæft í hundum en þeir gera ekki bara alltaf allt fyrir manninn. Þetta er eins og ef þú myndir segja border collie hundi að hoppa fram af klett þá myndi hann gera það, en ef þú myndir segja Afgan hundi gera það þá myndi hann bara segja „hoppaðu sjálfur“.“ Frábær mynd, sem Anna Dís tók nýlega af Glowie og Nóru í göngutúr.Einkasafn Systurnar segja hundana mjög fyndnar týpur, þeir læðist t.d. um á nóttunni til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi innan dyra. Hundarnir eru báðir baðaðir og blásnir einu sinni í viku til að viðhalda þeim flækjufríum. Systurnar ætla að para hundana saman og fá undan þeim hvolpa. Tinni og Nóra, sem hafa unnið til fjölda, fjölda verðlauna.Aðsend „Það þarf svona ákveðið fólk til að taka við svona hundum. Þeir eru ekki mjög góðir, sem fyrsti hundur til að eiga en það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim erlendis,“ segir Stefanía Stella. Hillur og skápar á heimilinu eru fullir af verðlaunagripum, sem systurnar hafa fengið fyrir hundana og ræktunina sína. Falldurinn er einstaklega fallegur á hundunum. Hér er Nóra, sem hefur m.a. leikið í auglýsingum með góðum árangri.Einkasafn „Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel. Stefanía Stella sér um að sýna hundana, ég sé hins vegar um að gera þá tilbúna fyrir hringinn, þannig að þetta er algjör samvinna“, segir Anna Dís. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow Hundarnir eru baðaðir og blásnir einu sinni í viku. Þeir eru sponsaðir af K9 competition vörunumEinkasafn Reykjavík Hundar Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Það er gaman að koma inn á heimili hjá hálfsystrunum Stefaníu Stellu og Önnu Dís í Grafarvogi því þær eru að rækta mjög sérstaka hunda, sem eru stórir og með mikinn feld. Þá eru þær líka með tík, sem heitir Gloví, sem er með eitt íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow. Tíkin er innflutt frá Rússlandi en rakkinn er fæddur á Íslandi. Um 30 hundar af þessari tegund eru til víðs vegar um landið. „Þetta eru hundar ættaðir frá Afganistan og þeir eru mjög loðnir og stórir. Þeir eru í tegundahóp 10, sem eru mjóhundar, þannig að þeir hlaupa mjög hratt,“ segir Anna Dís og Stefanía Stella bætir strax við. Stefanía Stella með Tinna á hundasýningu.Einkasafn „Þeir eru taldir vera heimskustu hundar í heimi en þeir eru það ekki. Þeir eru með rökhugsun, sem er mjög sjaldgæft í hundum en þeir gera ekki bara alltaf allt fyrir manninn. Þetta er eins og ef þú myndir segja border collie hundi að hoppa fram af klett þá myndi hann gera það, en ef þú myndir segja Afgan hundi gera það þá myndi hann bara segja „hoppaðu sjálfur“.“ Frábær mynd, sem Anna Dís tók nýlega af Glowie og Nóru í göngutúr.Einkasafn Systurnar segja hundana mjög fyndnar týpur, þeir læðist t.d. um á nóttunni til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi innan dyra. Hundarnir eru báðir baðaðir og blásnir einu sinni í viku til að viðhalda þeim flækjufríum. Systurnar ætla að para hundana saman og fá undan þeim hvolpa. Tinni og Nóra, sem hafa unnið til fjölda, fjölda verðlauna.Aðsend „Það þarf svona ákveðið fólk til að taka við svona hundum. Þeir eru ekki mjög góðir, sem fyrsti hundur til að eiga en það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim erlendis,“ segir Stefanía Stella. Hillur og skápar á heimilinu eru fullir af verðlaunagripum, sem systurnar hafa fengið fyrir hundana og ræktunina sína. Falldurinn er einstaklega fallegur á hundunum. Hér er Nóra, sem hefur m.a. leikið í auglýsingum með góðum árangri.Einkasafn „Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel. Stefanía Stella sér um að sýna hundana, ég sé hins vegar um að gera þá tilbúna fyrir hringinn, þannig að þetta er algjör samvinna“, segir Anna Dís. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow Hundarnir eru baðaðir og blásnir einu sinni í viku. Þeir eru sponsaðir af K9 competition vörunumEinkasafn
Reykjavík Hundar Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira