Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 11:29 Aðsend mynd Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. Íbúi í Ingólfsstræti var að spila tölvuleik á heimili sínu eftir miðnætti í gærkvöldi, þegar hann heyrði háa hvelli fyrir utan. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt,“ segir íbúinn í samtali við fréttastofu. „Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína,“ segir íbúi. „Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúi. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að skotvopnið sem um ræðir var ekki skammbyssa heldur hefur það í það minnsta útlit stærra og öflugra skotvopns. Þrír voru handteknir nálægt bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg eftir árásina. Sérsveitin var að fram eftir nóttu við að koma böndum á aðstæður í bílastæðahúsinu og á myndefni sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að vettvangur glæpsins hefur verið afmarkaður með gulu límbandi. Sá sem varð fyrir skotinu gekkst undir aðgerð eftir að hann kom á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu. Allir hlutaðeigandi eru karlmenn með íslenska kennitölu og sumir hafa komið áður við sögu lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina á frumstigi en að lögreglan taki málið alvarlega. „Við höfum áhyggjur af þessum vopnaburði. Ég veit ekki hversu miklum mæli það er en það farið að aukast, það fer ekki á milli mála. Og það sem er líka að aukast er að menn virðast vera tilbúnari til að beita þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Íbúi í Ingólfsstræti var að spila tölvuleik á heimili sínu eftir miðnætti í gærkvöldi, þegar hann heyrði háa hvelli fyrir utan. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt,“ segir íbúinn í samtali við fréttastofu. „Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína,“ segir íbúi. „Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúi. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að skotvopnið sem um ræðir var ekki skammbyssa heldur hefur það í það minnsta útlit stærra og öflugra skotvopns. Þrír voru handteknir nálægt bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg eftir árásina. Sérsveitin var að fram eftir nóttu við að koma böndum á aðstæður í bílastæðahúsinu og á myndefni sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að vettvangur glæpsins hefur verið afmarkaður með gulu límbandi. Sá sem varð fyrir skotinu gekkst undir aðgerð eftir að hann kom á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu. Allir hlutaðeigandi eru karlmenn með íslenska kennitölu og sumir hafa komið áður við sögu lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina á frumstigi en að lögreglan taki málið alvarlega. „Við höfum áhyggjur af þessum vopnaburði. Ég veit ekki hversu miklum mæli það er en það farið að aukast, það fer ekki á milli mála. Og það sem er líka að aukast er að menn virðast vera tilbúnari til að beita þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30