Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. febrúar 2022 23:48 Ekkert lát hefur verið á mótmælunum í dag. Getty/Cole Burston Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. Mótmælin eru hluti af Frelsislestar-mótmælunum svokölluðu sem hafa verið í gangi víðs vegar um Kanada en þau hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Upprunalega var um að ræða mótmæli vörubílsstjóra vegna bólusetningarskyldu en síðar meir tóku þau almennt að snúa að hvers kyns takmörkunum vegna Covid. Dómstóll úrskurðaði í gær að mótmælunum á brúnni yrði hætt en um er að ræða mikilvæga flutningsleið og hafa atvinnugreinasamtök lýst því yfir að mótmælin séu að valda þeim gríðarlegu tjóni. Úrskurðurinn tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær og gaf lögregla skömmu síðar út tilkynningu um að allir þeir sem enn væru á staðnum gætu átt yfir höfði sér ákæru. Í morgun virtust mótmælin vera að tvístrast en fleiri tóku að mæta þegar líða fór á daginn. Að því er kemur fram í frétt BBC eru lögreglumenn nú byrjaðir að vísa fólki af brúnni en enn eru töluvert margir á staðnum, að því er kemur fram í frétt CTV um málið. Drew Dilkens, bæjarstjóri Windsor í Kanada, segist búast við því að málið verði leyst um helgina en hann segir koma til greina að lögregla beiti valdi til að koma fólki frá. Mótmælin fara þó einnig fram víðar en við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Ottawa er búist við fleiri mæti þegar líða fer á daginn. 6 hours after police moved in to clear the Ambassador Bridge blockade, 200 protesters are staying put. Officers are allowing them to come and go as they wish. pic.twitter.com/p25f0Zs49H— Thomas Daigle (@thomasdaigle) February 12, 2022 Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Mótmælin eru hluti af Frelsislestar-mótmælunum svokölluðu sem hafa verið í gangi víðs vegar um Kanada en þau hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Upprunalega var um að ræða mótmæli vörubílsstjóra vegna bólusetningarskyldu en síðar meir tóku þau almennt að snúa að hvers kyns takmörkunum vegna Covid. Dómstóll úrskurðaði í gær að mótmælunum á brúnni yrði hætt en um er að ræða mikilvæga flutningsleið og hafa atvinnugreinasamtök lýst því yfir að mótmælin séu að valda þeim gríðarlegu tjóni. Úrskurðurinn tók gildi klukkan 19 að staðartíma í gær og gaf lögregla skömmu síðar út tilkynningu um að allir þeir sem enn væru á staðnum gætu átt yfir höfði sér ákæru. Í morgun virtust mótmælin vera að tvístrast en fleiri tóku að mæta þegar líða fór á daginn. Að því er kemur fram í frétt BBC eru lögreglumenn nú byrjaðir að vísa fólki af brúnni en enn eru töluvert margir á staðnum, að því er kemur fram í frétt CTV um málið. Drew Dilkens, bæjarstjóri Windsor í Kanada, segist búast við því að málið verði leyst um helgina en hann segir koma til greina að lögregla beiti valdi til að koma fólki frá. Mótmælin fara þó einnig fram víðar en við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Ottawa er búist við fleiri mæti þegar líða fer á daginn. 6 hours after police moved in to clear the Ambassador Bridge blockade, 200 protesters are staying put. Officers are allowing them to come and go as they wish. pic.twitter.com/p25f0Zs49H— Thomas Daigle (@thomasdaigle) February 12, 2022
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51