Klifurfélag Reykjavíkur - 20 ára Hilmar Ingimundarson skrifar 12. febrúar 2022 21:31 Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins. Fimm einstaklingar hafa síðan leitt félagið í gegnum mikinn vöxt og uppbyggingarstarf (frekari upplýsingar um stjórn: https://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/stjorn/ ). En saga klifurs á sér lengri sögu hér á landi og er gaman að líta yfir farinn veg á tímamótum sem þessum og meta allt það sem hefur áunnist áður en lengra er haldið og hugað að framtíðinni. Klifur hefur þróast mjög mikið undanfarna áratugi. Í hugum margra er klifur lífsstíll og getur tekið á sig mörg form. Það er hægt að stunda klifur innandyra, á þar til gerðum veggjum með festum til að líkja sem mest eftir fjölbreytileika náttúrunnar eða utandyra í klettum og fjalllendi. Það er stundað allan ársins hring þar sem klifrað er í klettum, ís eða snjó. Allt eftir áhuga, metnaði og dirfsku viðkomandi. Klifur er einstaklingsíþrótt en oftast stunduð í hóp, og skiptir félagskapurinn oft á tíðum meira máli heldur en afrekin hverju sinni. Fyrsta vísi að skipulögðu starfi tengdu klifri má rekja til stofnunar Ísalp (Íslenska Alpaklúbbsins: www.isalp.is ) árið 1977, sem er starfrækt enn í dag sem félag áhugamanna um fjallamennsku, og var mikill vöxtur í klifri hér á landi í framhaldi af stofnun klúbbsins. Um miðjan níunda áratuginn var fyrsta skipulagða keppnin í klifri haldin á Ítalíu á sérsmíðuðum keppnisvegg og það var síðan 1991 sem fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Frankfurt í Þýskalandi. Klifur þróaðist sem íþrótt á þessum tíma og á heimsvísu var skipulögð keppni og utanumhald að mótast eftir reglum og stöðlum alþjóðlegu íþróttahreyfinganna. Á sama tíma voru sterkir klifrarar hér á landi að hasla sér völl á erlendri grundu og áhuginn á því að keppa var aldrei langt undan. Úr varð að Sportklifurfélag Reykjavíkur (SKFR) var stofnað árið 1994 til að geta skráð keppendur á mót erlendis, en jafnframt til að standa að keppnismótum hér á landi. Markmiðið var einnig að koma upp viðunandi æfingar- og keppnisaðstöðu, en raunin varð síðan sú að brautryðjendur í sportklifri hér á landi opnuðu fyrstu æfingaraðstöðuna árið 1997 á eigin kostnað. Þeir ráku hana undir nafni Vektor í Borgartúni þar til það rann inn í nýstofnað Klifurfélag Reykjavíkur, sem hélt utan um rekstur og byggingu á nýrri aðstöðu. Úr varð að Klifurhúsið opnaði 300 m² aðstöðu í Skútuvogi 1 i Reykjavík og hélt þar úti öflugri æfingaaðstöðu, námskeiðum og keppnum ásamt því að halda uppi frekari uppbyggingu og kynningu klifurs á Íslandi. Um fimm þúsund manns nýttu sér aðstöðuna á ári þegar mest lét og þar af voru 300 manns í reglubundnum æfingum, rúmlega þúsund manns voru með aðgangskort og 3.500 manns komu í stök skipti. Klifurfélagið gerðist aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur í júní 2004 og var það mikil viðurkenning á öllu því uppbyggingarstarfi, sem hafði verið lagt upp með fram að því. Árið 2013 missti Klifurfélagið húsnæðið í Skútuvogi og í annað sinn á rúmum 10 árum var félagið húsnæðislaust. Eftir mikla þrautagöngu og elju náðist að opna nýja aðstöðu í Ármúla 23, eftir tæpt ár í rekstrarstoppi, og nú þá í tvöfalt stærra rými. Þá reyndist stuðningur Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur mikilvægur á ögurstundu í rekstri félagsins. Klifurfélag Reykjavíkur, sem rekur Klifurhúsið, stendur nú enn og aftur á tímamótum eins og áður sagði. Rúmlega 1400 iðkendur stunda reglubundnar æfingar í Klifurhúsinu og yfir árið eru yfir 8000 heimsóknir seldar í stök skipti. Klifurfélagið heldur að jafnaði 5 klifurmót, sem hluti af Íslandsmótaröðinni og Bikarmót, en undanfarin 3 ár hefur félagið einnig haldið utan um klifurmót fyrir Reykjavík International Games. Mikil gróska er í klifri hér á landi, bæði í barna- og unglingastarfi sem og afreksstarfinu. Margir vilja stunda klifur sem líkamsrækt, en félagskapurinn er það sem flestir sækjast í. Við erum með iðkendur sem hafa staðið sig vel á Norðurlandamótum undanfarin ár og stefnan er að komast að með keppendur á alþjóðlegum mótum, þegar farið verður að keppa aftur reglulega. Það má því til sanns vegar færa að klifuríþróttin hafi vaxið hratt hér á landi undanfarin ár og er gaman að geta þess í því sambandi að á nýliðnu ári fékk Klifurfélag Reykjavíkur aðild að nýstofnuðu Klifursambandi Íslands. Klifurnefnd ÍSÍ var sett á laggirnar árið 2018, en slíkt er undanfari þess að verða sérsamband. Nú er klifur stundað í sex íþróttafélögum innan sex héraðssambanda ÍSÍ og er von á því að fleiri sambönd taki klifuríþróttina upp á næstu misserum. Klifur var í fyrsta sinn keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar og þótti klifurkeppnin heppnast ákaflega vel Stefnt að því að klifur verði áfram keppnisíþrótt á næstu Ólympíuleikum í París 2024 og er því að miklu að keppa fyrir íslenska klifrara. Í tilefni af 20 ára afmæli Klifurfélags Reykjavíkur er opið hús í æfingaaðstöðu félagsins í Armúla 23 í Reykjavík á afmælisdagin, 13. febrúar, kl. 14-16. Félagar og velunnarar eru boðnir hjartanlega velkomnir. Höfundur er formaður Klifurfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Klifur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins. Fimm einstaklingar hafa síðan leitt félagið í gegnum mikinn vöxt og uppbyggingarstarf (frekari upplýsingar um stjórn: https://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/stjorn/ ). En saga klifurs á sér lengri sögu hér á landi og er gaman að líta yfir farinn veg á tímamótum sem þessum og meta allt það sem hefur áunnist áður en lengra er haldið og hugað að framtíðinni. Klifur hefur þróast mjög mikið undanfarna áratugi. Í hugum margra er klifur lífsstíll og getur tekið á sig mörg form. Það er hægt að stunda klifur innandyra, á þar til gerðum veggjum með festum til að líkja sem mest eftir fjölbreytileika náttúrunnar eða utandyra í klettum og fjalllendi. Það er stundað allan ársins hring þar sem klifrað er í klettum, ís eða snjó. Allt eftir áhuga, metnaði og dirfsku viðkomandi. Klifur er einstaklingsíþrótt en oftast stunduð í hóp, og skiptir félagskapurinn oft á tíðum meira máli heldur en afrekin hverju sinni. Fyrsta vísi að skipulögðu starfi tengdu klifri má rekja til stofnunar Ísalp (Íslenska Alpaklúbbsins: www.isalp.is ) árið 1977, sem er starfrækt enn í dag sem félag áhugamanna um fjallamennsku, og var mikill vöxtur í klifri hér á landi í framhaldi af stofnun klúbbsins. Um miðjan níunda áratuginn var fyrsta skipulagða keppnin í klifri haldin á Ítalíu á sérsmíðuðum keppnisvegg og það var síðan 1991 sem fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Frankfurt í Þýskalandi. Klifur þróaðist sem íþrótt á þessum tíma og á heimsvísu var skipulögð keppni og utanumhald að mótast eftir reglum og stöðlum alþjóðlegu íþróttahreyfinganna. Á sama tíma voru sterkir klifrarar hér á landi að hasla sér völl á erlendri grundu og áhuginn á því að keppa var aldrei langt undan. Úr varð að Sportklifurfélag Reykjavíkur (SKFR) var stofnað árið 1994 til að geta skráð keppendur á mót erlendis, en jafnframt til að standa að keppnismótum hér á landi. Markmiðið var einnig að koma upp viðunandi æfingar- og keppnisaðstöðu, en raunin varð síðan sú að brautryðjendur í sportklifri hér á landi opnuðu fyrstu æfingaraðstöðuna árið 1997 á eigin kostnað. Þeir ráku hana undir nafni Vektor í Borgartúni þar til það rann inn í nýstofnað Klifurfélag Reykjavíkur, sem hélt utan um rekstur og byggingu á nýrri aðstöðu. Úr varð að Klifurhúsið opnaði 300 m² aðstöðu í Skútuvogi 1 i Reykjavík og hélt þar úti öflugri æfingaaðstöðu, námskeiðum og keppnum ásamt því að halda uppi frekari uppbyggingu og kynningu klifurs á Íslandi. Um fimm þúsund manns nýttu sér aðstöðuna á ári þegar mest lét og þar af voru 300 manns í reglubundnum æfingum, rúmlega þúsund manns voru með aðgangskort og 3.500 manns komu í stök skipti. Klifurfélagið gerðist aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur í júní 2004 og var það mikil viðurkenning á öllu því uppbyggingarstarfi, sem hafði verið lagt upp með fram að því. Árið 2013 missti Klifurfélagið húsnæðið í Skútuvogi og í annað sinn á rúmum 10 árum var félagið húsnæðislaust. Eftir mikla þrautagöngu og elju náðist að opna nýja aðstöðu í Ármúla 23, eftir tæpt ár í rekstrarstoppi, og nú þá í tvöfalt stærra rými. Þá reyndist stuðningur Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur mikilvægur á ögurstundu í rekstri félagsins. Klifurfélag Reykjavíkur, sem rekur Klifurhúsið, stendur nú enn og aftur á tímamótum eins og áður sagði. Rúmlega 1400 iðkendur stunda reglubundnar æfingar í Klifurhúsinu og yfir árið eru yfir 8000 heimsóknir seldar í stök skipti. Klifurfélagið heldur að jafnaði 5 klifurmót, sem hluti af Íslandsmótaröðinni og Bikarmót, en undanfarin 3 ár hefur félagið einnig haldið utan um klifurmót fyrir Reykjavík International Games. Mikil gróska er í klifri hér á landi, bæði í barna- og unglingastarfi sem og afreksstarfinu. Margir vilja stunda klifur sem líkamsrækt, en félagskapurinn er það sem flestir sækjast í. Við erum með iðkendur sem hafa staðið sig vel á Norðurlandamótum undanfarin ár og stefnan er að komast að með keppendur á alþjóðlegum mótum, þegar farið verður að keppa aftur reglulega. Það má því til sanns vegar færa að klifuríþróttin hafi vaxið hratt hér á landi undanfarin ár og er gaman að geta þess í því sambandi að á nýliðnu ári fékk Klifurfélag Reykjavíkur aðild að nýstofnuðu Klifursambandi Íslands. Klifurnefnd ÍSÍ var sett á laggirnar árið 2018, en slíkt er undanfari þess að verða sérsamband. Nú er klifur stundað í sex íþróttafélögum innan sex héraðssambanda ÍSÍ og er von á því að fleiri sambönd taki klifuríþróttina upp á næstu misserum. Klifur var í fyrsta sinn keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar og þótti klifurkeppnin heppnast ákaflega vel Stefnt að því að klifur verði áfram keppnisíþrótt á næstu Ólympíuleikum í París 2024 og er því að miklu að keppa fyrir íslenska klifrara. Í tilefni af 20 ára afmæli Klifurfélags Reykjavíkur er opið hús í æfingaaðstöðu félagsins í Armúla 23 í Reykjavík á afmælisdagin, 13. febrúar, kl. 14-16. Félagar og velunnarar eru boðnir hjartanlega velkomnir. Höfundur er formaður Klifurfélags Reykjavíkur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun