Framtíðin er að renna okkur úr greipum Stein Olav Romslo skrifar 12. febrúar 2022 07:31 Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Loftslagsmál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun