Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 22:46 Hundruð vörubílstjóra safnast hér saman til að stöðva umferð um landamæri Kanada og Bandaríkjanna. AP/Bill Roth Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. Undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt í höfuðborginni Ottawa og víða annars staðar, sérstaklega á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Í Ottawa hefur neyðarástand verið í gildi frá því um helgina. Stjórnvöld í Kanada hafa þungar áhyggjur af þeim efnahagslegu áhrifum sem mótmælin munu hafa í för með sér og krefjast þess að þeir láti af þeim umsvifalaust. Bílstjórarnir teppa mikilvægar leiðir sem tengja löndin tvö og hyggjast halda því til streitu nema bólusetningarskylda í landinu verði afnumin. Mörg hundruð milljónir dala teppist á hverjum degi Bílstjórarnir teppa nú tvær mikilvægar umferðaræðar: Ambassador brú, sem tengir bandarísku borgina Detroit við Windwor í Ontario, og Coutts leiðina, sem tengir Montana við Alberta. Vörur að andvirði 300 milljóna dala, eða um 37 milljarða króna, eru fluttar um Ambassador brú eina á hverjum einasta degi. Ekkert lát er á mótmælunum í Kanada.AP/Justin Tang Eins og áður segir hafa mótmælin þegar haft mikil efnahagsleg áhrif og stöðvað flutning nauðsynlegra vara milli landamæranna. Tveir af stærstu bílaframleiðendum heims, Ford og Toyota, hafa þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega varahluti. Þegar hafa 23 verið handteknir og áttatíu sakamálarannsóknir eru í gangi vegna mótmælanna og deila yfirvöld nú um það hvernig sé best að leysa úr flækjunni sem myndast hefur. Lögreglan í Ottawa hefur gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt yfir höfði sér ákæru en nargir hafa varað við því að handtökur muni aðeins reita mótmælendur til frekari reiði. Mótmælendur safnast saman víða um heim Mótmæli bílstjóranna hafa gefið öðrum byr undir báða vængi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist til dæmis með hópi vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem hafa lagt á ráðin um að teppa umferð í stórborgum til að mótmæla bólusetningum. Vörubílstjórar hafa teppt umferð í Ottawa og víðar.AP/Justin Tang Ráðuneytið telur hættu á að bílstjórarnir muni tímasetja mótmæli sín þannig að þau hafi áhrif á Ofurskálina svokölluðu, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag og á stefnuræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta 1. mars næstkomandi. Þá virðast bólusetningar- og sóttvarnaaðgerðaandstæðingar víða um heim hafa stóreflst við mótmælin í Kanada. Kröftug mótmæli hafa farið fram í Wellington í Nýja-Sjálandi undanfarna daga þar sem fjöldi fólks hefur verið handtekinn, og mótmælendur hafa safnast saman í Ástralíu, Frakklandi, Alaska og víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur í frétt AP að fréttastofan hafi fundið minnst tug Facebook-hópa þar sem hvatt er til mótmæla til stuðnings bílstjórunum í Kanada. Í hópunum séu minnst hálf milljón manna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Tengdar fréttir Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt í höfuðborginni Ottawa og víða annars staðar, sérstaklega á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Í Ottawa hefur neyðarástand verið í gildi frá því um helgina. Stjórnvöld í Kanada hafa þungar áhyggjur af þeim efnahagslegu áhrifum sem mótmælin munu hafa í för með sér og krefjast þess að þeir láti af þeim umsvifalaust. Bílstjórarnir teppa mikilvægar leiðir sem tengja löndin tvö og hyggjast halda því til streitu nema bólusetningarskylda í landinu verði afnumin. Mörg hundruð milljónir dala teppist á hverjum degi Bílstjórarnir teppa nú tvær mikilvægar umferðaræðar: Ambassador brú, sem tengir bandarísku borgina Detroit við Windwor í Ontario, og Coutts leiðina, sem tengir Montana við Alberta. Vörur að andvirði 300 milljóna dala, eða um 37 milljarða króna, eru fluttar um Ambassador brú eina á hverjum einasta degi. Ekkert lát er á mótmælunum í Kanada.AP/Justin Tang Eins og áður segir hafa mótmælin þegar haft mikil efnahagsleg áhrif og stöðvað flutning nauðsynlegra vara milli landamæranna. Tveir af stærstu bílaframleiðendum heims, Ford og Toyota, hafa þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega varahluti. Þegar hafa 23 verið handteknir og áttatíu sakamálarannsóknir eru í gangi vegna mótmælanna og deila yfirvöld nú um það hvernig sé best að leysa úr flækjunni sem myndast hefur. Lögreglan í Ottawa hefur gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt yfir höfði sér ákæru en nargir hafa varað við því að handtökur muni aðeins reita mótmælendur til frekari reiði. Mótmælendur safnast saman víða um heim Mótmæli bílstjóranna hafa gefið öðrum byr undir báða vængi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist til dæmis með hópi vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem hafa lagt á ráðin um að teppa umferð í stórborgum til að mótmæla bólusetningum. Vörubílstjórar hafa teppt umferð í Ottawa og víðar.AP/Justin Tang Ráðuneytið telur hættu á að bílstjórarnir muni tímasetja mótmæli sín þannig að þau hafi áhrif á Ofurskálina svokölluðu, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag og á stefnuræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta 1. mars næstkomandi. Þá virðast bólusetningar- og sóttvarnaaðgerðaandstæðingar víða um heim hafa stóreflst við mótmælin í Kanada. Kröftug mótmæli hafa farið fram í Wellington í Nýja-Sjálandi undanfarna daga þar sem fjöldi fólks hefur verið handtekinn, og mótmælendur hafa safnast saman í Ástralíu, Frakklandi, Alaska og víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur í frétt AP að fréttastofan hafi fundið minnst tug Facebook-hópa þar sem hvatt er til mótmæla til stuðnings bílstjórunum í Kanada. Í hópunum séu minnst hálf milljón manna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Tengdar fréttir Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33