Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Íslensku strákarnir fagna sigri á Frökkum á Evrópumótinu. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur. Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur.
Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira