Skaust upp í loftið af pallbíl og fær tólf milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2022 15:19 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tryggingarfélagið Sjóvá-Almennar þarf að greiða verkamanni sem starfaði hjá Reykjavíkurborg tólf milljónir króna í skaðabætur, eftir að hann féll af palli rafmagnsbíls er bílnum var ekið í holu, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið af pallinum og slasaðist. Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira