Ragnar svarar ekki í símann Stefán Árni Pálsson skrifar 8. febrúar 2022 14:31 Tilfinningaþrungin sena milli mæðgnanna. Lokaþátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Það má með sanni segja að lokaþátturinn hafi vakið mikla athygli og endalokin mögnuð. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki séð lokaþáttinn ættu alls ekki að lesa meira og loka einfaldlega þessari grein. . . . . . . Það er búið að vera þig við . . . . . . Aldís Amah fer með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Steinunn Ólína hefur farið á kostum í þáttaröðinni og var eitt atriðið í síðasta þætti sem vakti nokkra athygli. Þá stendur leit yfir af lögreglufulltrúanum Ragnari sem er mjög mikilvægur maður í lífi Elínar, móður Anítu. Ragnar svarar ekki símanum eftir ítrekaðar tilraunir Elínar. Aníta hittir móður sína og ræða þær saman hvar hún hitti Ragnar síðast. Elín upplifir sig sem misheppnaða móður og kemur það greinilega í ljós í tilfinningaþrungnu samtali mæðgnanna eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Ragnar svarar ekki í símann Í hlaðvarpinu Sandkorn ræða kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson lokaþáttinn. Tómas og Baldvin hafa margt að ræða, gera upp, endurskoða, spekúlera og skella upp úr yfir á meðan horft er yfir fjörið í alvörunni. Móðurhjarta í rústum, dauðsföllum fjölgar, mömmustrákur með magnandi berserksgang og allar byssur komnar á loft. Baldvin lítur yfir stærra ferðalagið, hvernig hugmyndin var á bak við stysta þátt seríunnar sem þó inniheldur 14 mínútna langa klæmax senu. Kannað er grimmt og hressilega hvort allt komi heim og saman á þessari taugatrekkjandi endastöð þar sem lokauppgjör karaktera ákvarðar endanlega útkomu. Eru þræðir of opnir? Eru holur í handriti? Kemst tilfinningakjarninn til skila? Tókst vel til að gera subbuskapinn smekklegan? Stenst þetta allt undir tilsettum krafti og hvaða fleiri páskaegg gætu hafa farið fram hjá áhorfendum í gegnum alla þáttaröðina? Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni. Svörtu sandar Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki séð lokaþáttinn ættu alls ekki að lesa meira og loka einfaldlega þessari grein. . . . . . . Það er búið að vera þig við . . . . . . Aldís Amah fer með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Steinunn Ólína hefur farið á kostum í þáttaröðinni og var eitt atriðið í síðasta þætti sem vakti nokkra athygli. Þá stendur leit yfir af lögreglufulltrúanum Ragnari sem er mjög mikilvægur maður í lífi Elínar, móður Anítu. Ragnar svarar ekki símanum eftir ítrekaðar tilraunir Elínar. Aníta hittir móður sína og ræða þær saman hvar hún hitti Ragnar síðast. Elín upplifir sig sem misheppnaða móður og kemur það greinilega í ljós í tilfinningaþrungnu samtali mæðgnanna eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Ragnar svarar ekki í símann Í hlaðvarpinu Sandkorn ræða kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson lokaþáttinn. Tómas og Baldvin hafa margt að ræða, gera upp, endurskoða, spekúlera og skella upp úr yfir á meðan horft er yfir fjörið í alvörunni. Móðurhjarta í rústum, dauðsföllum fjölgar, mömmustrákur með magnandi berserksgang og allar byssur komnar á loft. Baldvin lítur yfir stærra ferðalagið, hvernig hugmyndin var á bak við stysta þátt seríunnar sem þó inniheldur 14 mínútna langa klæmax senu. Kannað er grimmt og hressilega hvort allt komi heim og saman á þessari taugatrekkjandi endastöð þar sem lokauppgjör karaktera ákvarðar endanlega útkomu. Eru þræðir of opnir? Eru holur í handriti? Kemst tilfinningakjarninn til skila? Tókst vel til að gera subbuskapinn smekklegan? Stenst þetta allt undir tilsettum krafti og hvaða fleiri páskaegg gætu hafa farið fram hjá áhorfendum í gegnum alla þáttaröðina? Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni.
Svörtu sandar Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira