Sjóvá semur við nýja aðila til að sjá um vegaaðstoðina Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2022 07:54 Sjóvá rifti í haust samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu frá árinu 2007. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá hefur gert samning við Securitas um að sinna vegaaðstoð fyrir viðskiptavini tryggingafélagsins. Sjóvá sögðu í haust upp samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu, en forsvarsmenn FÍB vildu meina að Sjóvá hafi með því verið að hefna sín eftir að félagið gagnrýndi tryggingafélagið vegna fimm milljarða króna greiðslu til hluthafa tryggingafélagsins. Sjóvá segir hins vegar að tilboð hafi borist frá Securitas síðasta sumar sem hafi svo endað með samkomulagi að loknum viðræðum. Sagt er frá því í tilkynningu frá Sjóvá að samið hafi verið við Securitas um að sinna vegaaðstoðinni sem felst í að viðskiptavinir geti fengið aðstoð ef bílar þeirra verða straum- eða bensínlausir á skilgreindum svæðum, dekk springur eða aðstoðar er þörf við útfyllingu tjónaskýrslu. Tilboð barst síðasta sumar Sjóvá hefur boðið viðskiptavinum upp á vegaaðstoð frá árinu 2007. „Hingað til hefur FÍB Aðstoð séð um að veita þjónustuna en eftir að tilboð barst frá Securitas síðastliðið sumar hófust viðræður milli félaganna sem enduðu með samkomulagi,“ segir í tilkynningunni, en Securitas mun alfarið taka við þjónustunni um næstu mánaðamót. Sjóvá sagði upp samningnum við FÍB í október, um mánuði eftir að FÍB skoraði á Sjóvá að skila „ofteknum iðgjöldum, ekki síst af bílatryggingum“, í stað þess að láta fjárhæðir fara til hluthafa. Var þar vísað í 2,5 milljarða greiðslu til hluthafa í tengslum við hlutafjárlækkun, auk 2,65 milljarða króna arðgreiðslu. Tryggingar Bílar Sjóvá Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sjóvá sögðu í haust upp samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu, en forsvarsmenn FÍB vildu meina að Sjóvá hafi með því verið að hefna sín eftir að félagið gagnrýndi tryggingafélagið vegna fimm milljarða króna greiðslu til hluthafa tryggingafélagsins. Sjóvá segir hins vegar að tilboð hafi borist frá Securitas síðasta sumar sem hafi svo endað með samkomulagi að loknum viðræðum. Sagt er frá því í tilkynningu frá Sjóvá að samið hafi verið við Securitas um að sinna vegaaðstoðinni sem felst í að viðskiptavinir geti fengið aðstoð ef bílar þeirra verða straum- eða bensínlausir á skilgreindum svæðum, dekk springur eða aðstoðar er þörf við útfyllingu tjónaskýrslu. Tilboð barst síðasta sumar Sjóvá hefur boðið viðskiptavinum upp á vegaaðstoð frá árinu 2007. „Hingað til hefur FÍB Aðstoð séð um að veita þjónustuna en eftir að tilboð barst frá Securitas síðastliðið sumar hófust viðræður milli félaganna sem enduðu með samkomulagi,“ segir í tilkynningunni, en Securitas mun alfarið taka við þjónustunni um næstu mánaðamót. Sjóvá sagði upp samningnum við FÍB í október, um mánuði eftir að FÍB skoraði á Sjóvá að skila „ofteknum iðgjöldum, ekki síst af bílatryggingum“, í stað þess að láta fjárhæðir fara til hluthafa. Var þar vísað í 2,5 milljarða greiðslu til hluthafa í tengslum við hlutafjárlækkun, auk 2,65 milljarða króna arðgreiðslu.
Tryggingar Bílar Sjóvá Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira