Þetta var annar sigur Phoenix í röð og níundi sigurinn í síðustu tíu leikjum. Devin Booker fór mikinn í liði gestanna og skoraði 38 stig. Chris Paul skoraði nítján stig og gaf ellefu stoðsendingar.
38 PTS | 4 REB | 5 AST | 5 3PM@DevinBook WENT OFF for 38 points to lift the @Suns to victory! #ValleyProud pic.twitter.com/cuCkUxpRjL
— NBA (@NBA) February 8, 2022
DeMar DeRozan skoraði 38 stig fyrir Chicago og Zach LaVine 32. Chicago er í 3. sæti Austurdeildarinnar.
Golden State Warriors vann níunda leikinn í röð er liðið sigraði Oklahoma City Thunder, 98-110.
Klay Thompson skoraði 21 stig fyrir Golden State og var drjúgur á lokakaflanum. Stephen Curry skoraði átján stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Golden State er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.
Klay seals the win for the @warriors! pic.twitter.com/im8xIEI00n
— NBA (@NBA) February 8, 2022
Klay Thompson led the @warriors to their 9th-straight-win as he moved in to 18th place in all-time three pointers made! #DubNation@KlayThompson: 21 PTS, 2 STL, 3 3PM pic.twitter.com/fgzRi6MyUb
— NBA (@NBA) February 8, 2022
Topplið Austurdeildarinnar, Miami Heat, sigraði Washington Wizards í höfuðborginni, 100-121.
Bam Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami og Jimmy Butler nítján. Miami hefur unnið þrjá leiki í röð.
Úrslitin í nótt
- Chicago 124-127 Phoenix
- Oklahoma 98-110 Golden State
- Washington 100-121 Miami
- Charlotte 101-116 Toronto
- Utah 113-104 NY Knicks

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.