Friðrik Ómar tekinn við af Loga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 14:05 Friðrik Ómar mun stýra Síðdegisþættinum á K100 með Sigurði Gunnarssyni í stað Loga Bergmanns. Vísir/Samsett Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. Logi Bergmann tilkynnti 6. janúar síðastliðinn að hann væri farinn í frí. Það var sama dag og fjórir aðrir menn tilkynntu að þeir væru farnir í leyfi eða hættir störfum eftir að þeir voru bendlaðir við ásakanir Vítalíu Lazarevu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Hver maðurinn af fætur öðrum hafði sagt af sér eða farið í leyfi þennan dag og í upphafi Síðdegisþáttarins á K100 tilkynnti Logi að hann hyggðist fara í frí. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem hefur stjórnað þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi yfirgaf stúdíóið þegar þátturinn var hálfnaður og um kvöldið lýsti hann því yfir að hann væri saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkenndi þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í. Friðrik Ómar hefur nú tekið við keflinu af Loga, en það tilkynnti hann á Instagram í dag. Þar segist hann munu stjórna Síðdegisþættinum með Sigurði í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Friðrik O mar (@fromarinn) Logi Bergmann er þó enn starfsmaður Árvakurs að sögn Magnúsar Kristjánssonar, útvarpsstjóra K100. Logi sé enn í fríi og ekkert hafi verið ákveðið um hvenær hann mæti aftur til starfa. MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01 Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Logi Bergmann tilkynnti 6. janúar síðastliðinn að hann væri farinn í frí. Það var sama dag og fjórir aðrir menn tilkynntu að þeir væru farnir í leyfi eða hættir störfum eftir að þeir voru bendlaðir við ásakanir Vítalíu Lazarevu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Hver maðurinn af fætur öðrum hafði sagt af sér eða farið í leyfi þennan dag og í upphafi Síðdegisþáttarins á K100 tilkynnti Logi að hann hyggðist fara í frí. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem hefur stjórnað þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi yfirgaf stúdíóið þegar þátturinn var hálfnaður og um kvöldið lýsti hann því yfir að hann væri saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkenndi þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í. Friðrik Ómar hefur nú tekið við keflinu af Loga, en það tilkynnti hann á Instagram í dag. Þar segist hann munu stjórna Síðdegisþættinum með Sigurði í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Friðrik O mar (@fromarinn) Logi Bergmann er þó enn starfsmaður Árvakurs að sögn Magnúsar Kristjánssonar, útvarpsstjóra K100. Logi sé enn í fríi og ekkert hafi verið ákveðið um hvenær hann mæti aftur til starfa.
MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01 Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01
Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14
Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00