Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 29-33 | Gestirnir skoruðu síðustu fjögur mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 21:50 Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði níu mörk fyrir Hauka. vísir/vilhelm Haukar unnu Stjörnuna, 29-33, í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Haukar sigu fram úr undir lokin og skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins. Haukar eru í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, líkt og topplið FH. Stjarnan er í 4. sætinu með átján stig. Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði níu mörk fyrir Hauka og Heimir Óli Heimisson sex. Leó Snær Pétursson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og Björgvin Hólmgeirsson sex. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og það var viðeigandi að staðan að honum loknum væri jöfn, 13-13. Aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, sérstaklega Arnór Freyr Stefánsson og Tandri Már Konráðsson sem vörðu nánast öll skot Hauka. Stjarnan komst í 5-2 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum í röð. Þrátt fyrir gríðarlega mikinn mun á markvörslunni beit lítið á Hauka. Þeir spiluðu sterka vörn og fengu framlag frá mörgum í sókninni þótt skytturnar hafi ekki átt sinn besta dag. Sama jafnræðið var með liðunum í seinni hálfleik þótt Haukar væru jafnan fetinu framar. Arnór Freyr datt aðeins niður í markinu en Brynjar Darri kom sterkur inn. Hinum megin var markvarslan áfram takmörkuð og Haukavörnin frekar lin. Sömu sögu var að segja af vörn Stjörnunnar. Heimir Óli kom Haukum yfir, 28-29, þegar hann skoraði í tómt mark Stjörnunnar. Björgvin jafnaði að bragði, 29-29, en þá voru þrjár mínútur eftir. Þetta reyndist síðasta mark heimamanna í leiknum. Brynjólfur skoraði næstu tvö mörk leiksins af vítalínunni og kláraði dæmið. Haukar bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og eru því með betri stöðu í innbyrðis viðureignum sínum gegn Stjörnunni. Lokatölur 29-33, Haukum í vil. Af hverju unnu Haukar? Gestirnir voru sterkari á svellinu á lokakaflanum og spiluðu aðeins betri vörn. Þá sagði munurinn á breidd liðanna til sín undir lokin. Haukar spiluðu á fleiri leikmönnum og áttu meira á tankinum þegar á lokakaflanum. Hverjir stóðu upp úr? Brynjólfur var óhemju svalur á vítalínunni, sérstaklega undir lokin. Þrátt fyrir að geta lítið æft að undanförnu átti Heimir Óli stórfínan leik á línunni hjá Haukum og skoraði sex mörk úr sjö skotum. Þá átti Guðmundur Bragi Ástþórsson góða innkomu og Ihor Kopyshynskyi lék vel í fyrri hálfleik í fyrsta leik sínum fyrir Hauka. Arnór Freyr var magnaður í Stjörnumarkinu í fyrri hálfleik og varði tæplega helming skotanna sem hann fékk á sig. Brynjar Darri átti svo góða innkomu síðasta stundarfjórðunginn. Leó Snær var besti útileikmaður Stjörnunnar og Björgvin átti góða spretti sem og Tandri. Dagur Gautason skoraði öll fjögur mörk sín í fyrri hálfleik en lét lítið að sér kveða í þeim seinni. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá Haukum var ekki góð og skytturnar voru ekki með miðið rétt stillt. Þær skoruðu átta mörk úr samtals 23 skotum en það kom ekki að sök. Stjörnuvörnin var slök fyrir utan fyrsta stundarfjórðunginn og sóknin gekk á köflum treglega. Þá vill Gunnar Steinn Jónsson eflaust gleyma þessum leik hið fyrsta en hann fann sig engan veginn. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileik á sunnudaginn. Stjarnan sækir KA heim á meðan Haukar fara austur fyrir fjall og mæta þar Selfossi. Einar: Gríðarlegur karakter að klára þetta Einar Jónsson hljóp í skarðið fyrir Aron Kristjánsson í kvöld.vísir/vilhelm Einar Jónsson stýrði Haukum í leiknum gegn Stjörnunni þar sem Aron Kristjánsson er enn í sóttkví eftir Asíukeppnina þar sem hann stýrði bareinska liðinu til silfurverðlauna. Einar kvaðst ánægður með sigurinn og hvernig hans menn kláruðu leikinn. „Við náðum að rúlla liðinu betur og keyrðum á fleiri mönnum. Það skipti máli í lokin. Við vorum aðeins ferskari. Svo fengum við smá markvörslu undir lokin,“ sagði Einar. Þrátt fyrir gríðarlega mikinn mun á markvörslunni í fyrri hálfleik var staðan að honum loknum jöfn, 13-13. „Við byrjuðum illa í vörninni og þeir komust í auðveld skot. En svo þéttum við þetta með Heimi [Óla Heimissyni], Darra [Aronssyni] og Adam [Hauki Baumruk]. Hærri og þéttari vörn. Svo misstum við Adam. Vörnin okkar hélt vel en við fengum ekki mörg varin skot. En við fengum það undir lokin, sem betur fer því framan af seinni hálfleik gátum við ekki klukkað bolta í vörninni. Þeir skoruðu nánast í hvert einasta skipti,“ sagði Einar. „Þetta var jafn leikur en gríðarlegur karakter að klára þetta.“ Ihor Kopyshynskyi og Guðmundur Bragi Ástþórsson léku sinn fyrsta leik fyrir Hauka á tímabilinu í kvöld. Einar kvaðst sáttur með þeirra framlag en báðir skoruðu þrjú mörk í leiknum. „Þeir eru frábærir, passa vel inn í hópinn og eru góðir,“ sagði Einar. Undir lokin voru Haukar með tvo leikstjórnendur inn á, Guðmund Braga og Tjörva Þorgeirsson, sem gekk nokkuð vel. „Þetta var nú bara því Darri var búinn að spila vörn og sókn allan seinni hálfleikinn og hann var orðinn þreyttur og Adam dottinn út. Svo hafði Heimir ekki æft í tíu daga og hann átti ekkert eftir á tankinum,“ sagði Einar. „Þetta gekk og maður vonaði að þeir myndu hanga á þessu í lokin og það gerðist. Við náðum líka betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni því við töpuðum fyrri leiknum með tveimur mörkum.“ Patrekur: Vorum alltof linir í vörninni Stjörnumennirnir hans Patreks Jóhannessonar eru í 4. sæti Olís-deildar karla.vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Haukum í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann en Haukar tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin. „Við klúðruðum einhverjum færum og svo vorum við alltof linir í vörninni. Við töpuðum stöðunni einn gegn einum,“ sagði Patrekur. „Í fyrri hálfleik vorum við þéttir í vörninni og markvarslan var góð. Í sókninni unnum við stöðuna einn gegn einum ekki nógu oft. Við vorum algjörir klaufar að hafa ekki unnið þennan leik og ég er ógeðslega svekktur með það.“ Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13, þrátt fyrir að Arnór Freyr Stefánsson hafi varið eins og berserkur í marki Stjörnunnar. „Við nýttum það illa. Við vorum alltof linir. Það komu kaflar á milli og við skoruðum 29 mörk en þeir löbbuðu í gegnum vörnina okkar trekk í trekk. Það voru auðvitað menn að koma inn en það er engin afsökun. Þetta var bara lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan um miðjan desember og Patrekur segir að það hafi sést í kvöld. „Bæði lið voru lengi í gang og eðlilegt ryð en mér fannst við eiga að gera betur og vinna þennan leik. Þetta var algjörlega okkar klúður að loka þessu ekki. Þú sérð það, ég er mjög svekktur,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Haukar Stjarnan
Haukar unnu Stjörnuna, 29-33, í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Haukar sigu fram úr undir lokin og skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins. Haukar eru í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, líkt og topplið FH. Stjarnan er í 4. sætinu með átján stig. Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði níu mörk fyrir Hauka og Heimir Óli Heimisson sex. Leó Snær Pétursson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og Björgvin Hólmgeirsson sex. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og það var viðeigandi að staðan að honum loknum væri jöfn, 13-13. Aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, sérstaklega Arnór Freyr Stefánsson og Tandri Már Konráðsson sem vörðu nánast öll skot Hauka. Stjarnan komst í 5-2 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum í röð. Þrátt fyrir gríðarlega mikinn mun á markvörslunni beit lítið á Hauka. Þeir spiluðu sterka vörn og fengu framlag frá mörgum í sókninni þótt skytturnar hafi ekki átt sinn besta dag. Sama jafnræðið var með liðunum í seinni hálfleik þótt Haukar væru jafnan fetinu framar. Arnór Freyr datt aðeins niður í markinu en Brynjar Darri kom sterkur inn. Hinum megin var markvarslan áfram takmörkuð og Haukavörnin frekar lin. Sömu sögu var að segja af vörn Stjörnunnar. Heimir Óli kom Haukum yfir, 28-29, þegar hann skoraði í tómt mark Stjörnunnar. Björgvin jafnaði að bragði, 29-29, en þá voru þrjár mínútur eftir. Þetta reyndist síðasta mark heimamanna í leiknum. Brynjólfur skoraði næstu tvö mörk leiksins af vítalínunni og kláraði dæmið. Haukar bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og eru því með betri stöðu í innbyrðis viðureignum sínum gegn Stjörnunni. Lokatölur 29-33, Haukum í vil. Af hverju unnu Haukar? Gestirnir voru sterkari á svellinu á lokakaflanum og spiluðu aðeins betri vörn. Þá sagði munurinn á breidd liðanna til sín undir lokin. Haukar spiluðu á fleiri leikmönnum og áttu meira á tankinum þegar á lokakaflanum. Hverjir stóðu upp úr? Brynjólfur var óhemju svalur á vítalínunni, sérstaklega undir lokin. Þrátt fyrir að geta lítið æft að undanförnu átti Heimir Óli stórfínan leik á línunni hjá Haukum og skoraði sex mörk úr sjö skotum. Þá átti Guðmundur Bragi Ástþórsson góða innkomu og Ihor Kopyshynskyi lék vel í fyrri hálfleik í fyrsta leik sínum fyrir Hauka. Arnór Freyr var magnaður í Stjörnumarkinu í fyrri hálfleik og varði tæplega helming skotanna sem hann fékk á sig. Brynjar Darri átti svo góða innkomu síðasta stundarfjórðunginn. Leó Snær var besti útileikmaður Stjörnunnar og Björgvin átti góða spretti sem og Tandri. Dagur Gautason skoraði öll fjögur mörk sín í fyrri hálfleik en lét lítið að sér kveða í þeim seinni. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá Haukum var ekki góð og skytturnar voru ekki með miðið rétt stillt. Þær skoruðu átta mörk úr samtals 23 skotum en það kom ekki að sök. Stjörnuvörnin var slök fyrir utan fyrsta stundarfjórðunginn og sóknin gekk á köflum treglega. Þá vill Gunnar Steinn Jónsson eflaust gleyma þessum leik hið fyrsta en hann fann sig engan veginn. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileik á sunnudaginn. Stjarnan sækir KA heim á meðan Haukar fara austur fyrir fjall og mæta þar Selfossi. Einar: Gríðarlegur karakter að klára þetta Einar Jónsson hljóp í skarðið fyrir Aron Kristjánsson í kvöld.vísir/vilhelm Einar Jónsson stýrði Haukum í leiknum gegn Stjörnunni þar sem Aron Kristjánsson er enn í sóttkví eftir Asíukeppnina þar sem hann stýrði bareinska liðinu til silfurverðlauna. Einar kvaðst ánægður með sigurinn og hvernig hans menn kláruðu leikinn. „Við náðum að rúlla liðinu betur og keyrðum á fleiri mönnum. Það skipti máli í lokin. Við vorum aðeins ferskari. Svo fengum við smá markvörslu undir lokin,“ sagði Einar. Þrátt fyrir gríðarlega mikinn mun á markvörslunni í fyrri hálfleik var staðan að honum loknum jöfn, 13-13. „Við byrjuðum illa í vörninni og þeir komust í auðveld skot. En svo þéttum við þetta með Heimi [Óla Heimissyni], Darra [Aronssyni] og Adam [Hauki Baumruk]. Hærri og þéttari vörn. Svo misstum við Adam. Vörnin okkar hélt vel en við fengum ekki mörg varin skot. En við fengum það undir lokin, sem betur fer því framan af seinni hálfleik gátum við ekki klukkað bolta í vörninni. Þeir skoruðu nánast í hvert einasta skipti,“ sagði Einar. „Þetta var jafn leikur en gríðarlegur karakter að klára þetta.“ Ihor Kopyshynskyi og Guðmundur Bragi Ástþórsson léku sinn fyrsta leik fyrir Hauka á tímabilinu í kvöld. Einar kvaðst sáttur með þeirra framlag en báðir skoruðu þrjú mörk í leiknum. „Þeir eru frábærir, passa vel inn í hópinn og eru góðir,“ sagði Einar. Undir lokin voru Haukar með tvo leikstjórnendur inn á, Guðmund Braga og Tjörva Þorgeirsson, sem gekk nokkuð vel. „Þetta var nú bara því Darri var búinn að spila vörn og sókn allan seinni hálfleikinn og hann var orðinn þreyttur og Adam dottinn út. Svo hafði Heimir ekki æft í tíu daga og hann átti ekkert eftir á tankinum,“ sagði Einar. „Þetta gekk og maður vonaði að þeir myndu hanga á þessu í lokin og það gerðist. Við náðum líka betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni því við töpuðum fyrri leiknum með tveimur mörkum.“ Patrekur: Vorum alltof linir í vörninni Stjörnumennirnir hans Patreks Jóhannessonar eru í 4. sæti Olís-deildar karla.vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Haukum í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann en Haukar tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin. „Við klúðruðum einhverjum færum og svo vorum við alltof linir í vörninni. Við töpuðum stöðunni einn gegn einum,“ sagði Patrekur. „Í fyrri hálfleik vorum við þéttir í vörninni og markvarslan var góð. Í sókninni unnum við stöðuna einn gegn einum ekki nógu oft. Við vorum algjörir klaufar að hafa ekki unnið þennan leik og ég er ógeðslega svekktur með það.“ Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13, þrátt fyrir að Arnór Freyr Stefánsson hafi varið eins og berserkur í marki Stjörnunnar. „Við nýttum það illa. Við vorum alltof linir. Það komu kaflar á milli og við skoruðum 29 mörk en þeir löbbuðu í gegnum vörnina okkar trekk í trekk. Það voru auðvitað menn að koma inn en það er engin afsökun. Þetta var bara lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan um miðjan desember og Patrekur segir að það hafi sést í kvöld. „Bæði lið voru lengi í gang og eðlilegt ryð en mér fannst við eiga að gera betur og vinna þennan leik. Þetta var algjörlega okkar klúður að loka þessu ekki. Þú sérð það, ég er mjög svekktur,“ sagði Patrekur að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti