Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur að Hlíðar­enda, Seinni bylgjan og hand­bolti í Garða­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristófer Acox mætir uppeldisfélagi sínu í kvöld.
Kristófer Acox mætir uppeldisfélagi sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Handbolti, körfubolti og fótbolti.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.55 er Seinni bylgjan, kvenna á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist um helgina.

Klukkan 19.10 er leikur Stjörnunnar og Hauka í Olís deild karla á dagskrá.

Klukkan 21.05 er Seinni bylgjan, karla á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist um helgina og í leik Stjörnunnar og Hauka.

Stöð 2 Sport 2

Áhugaverður leikur Salernitana og Spezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er á dagskrá klukkan 19.35.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 20.05 er leikur Vals og KR í Subway-deild karla á dagskrá.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 20.00 er GameTíví á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×