Buffon hefur nú haldið marki sínu hreinu 500 sinnum á sínum atvinnumannaferli og er hann fyrsti markvörður sögunnar til að ná þeim merka áfanga.
Ítalski markvörðurinn hefur leikið vel yfir 700 deildarleiki fyrir félagslið sín á tæplega 27 ára ferli ásamt því að eiga 176 leiki fyrir ítalska landsliðið. Hann hefur leikið stærstan hluta ferilsins með Juventus, en hann á að baki 528 deildarleiki fyrir félagið.
Gianluigi Buffon at the age of 44 becomes the first goalkeeper in recorded history to keep 500 Clean Sheets in official senior career football.
— Around Turin (@AroundTurin) February 5, 2022
Parma: 92
Juventus: 322
Paris SG: 9
Italy: 77
Incredible, Gigi. 🐐🤴 pic.twitter.com/aSZ6dyZDse
Þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára gamall er Buffon hvergi nærri hættur. Hann hefur áður sagst ætla sér að spila þar til hann verður fimmtugur, en það verður fróðlegt að sjá hvort að það takist hjá kappanum.