Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 10:14 Vítalía Lazareva sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fimm þjóðþekktra manna í hlaðvarpinu Eigin konur. Skjáskot Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. Viðtal Eddu Falak við hinna 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur vakti mikla athygli í byrjun janúar. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Vítalía að hana hafi langað að segja sögu sína ítarlega í nokkurn tíma fyrir viðtalið, en að hún hafi þurft að safna kjarki til þess. „Svo allt í einu var ég tilbúin til þess að tala um þetta, Ég vissi að ef ég gerði það ekki myndi ég ekkert endilega vera tilbúin til þess síðar. Ég hafði fengið mig fullsadda af öllu því sem hafði gerst og líka af sjálfri mér og því að ég væri í þessu ástandi,“ segir Vítalía við blaðamann Fréttablaðsins. Hún segist hafa ákveðið að koma hreint fram og segja sögu sína í heild og án þess að ljúga nokkru. „Ég var alveg ákveðin í því að ef ég ætlaði að koma fram með mína sögu myndi ég segja alla söguna og segja frá því sem ég upplifði. Það þýðir ekkert að mála sig saklausan og ég hef allan tímann tekið ábyrgð á mínum þætti, um leið og maður fer að ljúga flækjast málin og lygin kemst á endanum upp,“ segir hún. Gerði sér ekki í hugarlund hver viðbrögðin yrðu Vítalía segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hver viðbrögð þjóðarinnar yrðu eftir birtingu viðtalsins í Eigin konum. Hún hafi þó ákveðið að segja frá af einlægni. „Ég vissi ekki beint hvað eða hvernig ég ætlaði að segja frá, en þegar ég byrjaði að tala þá bara kom þetta. Þetta er bara mín saga og mín lífsreynsla, maður þarf ekkert að æfa sig í því að segja frá henni,“ segir Vítalía. Óhætt er að fullyrða að viðbrögð við viðtalinu hafi ekki staðið á sér. Flestir tóku afstöðu með Vítalíu og var hún jafnvel kölluð þjóðhetja fyrir að opna sig á svo opinskáan hátt um ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. Hún telur sjálf að frásögn hennar hafi komið fram á hárréttum tíma, að samfélagið hafi verið tilbúið og búið að fá nóg. „Þegar ég hugsa um þetta fæ ég gæsahúð, en ég veit að þessi viðbrögð urðu ekki vegna þess að það var ég sem sagði mína sögu eða að hún hafi verið áhrifameiri en sögur annarra, ég held að þetta snúist um það hvenær ég sagði hana,“ segir hún. „Þó að ég hafi sagt frá er líf mitt ekki raunveruleikaþáttur“ Sem áður segir vakti frásögn Vítalíu mikil viðbrögð og segist hún hafa orðið vör við að mikill hluti þeirrar umræðu hverfist um hana sjálfa. Fólk spyrji hana áleitinna spurninga og hún sé berskjölduð, sem hún skilji þó vel. „Ég sagði frá þessu og opnaði þannig á það að ég væri ekki lengur með allt mitt prívat, en sumum spurningum er erfitt að svara og þó að ég hafi sagt frá er líf mitt ekki raunveruleikaþáttur þar sem allt er uppi á borðum,“ segir hún. Þá segist hún finna mikla hlýju úr öllum áttum. Hún fær skilaboð og fólk stöðvar hana úti á götu til að hrósa henni og þakka henni fyrir. „Núna er það þannig, þegar ég fer út að borða eða í ræktina, þá horfir fólk mikið og margir brosa til mín. Aðrir koma upp að mér og segja mér að þeim finnist ég hugrökk og fólk hefur jafnvel kallað mig hetju,“ segir hún. Hún segir það hafa komið sér mest á óvart að nú virðist fólk henni ókunnugt treysta henni fyrir eigin reynslusögum af ofbeldi. Því hafi hún ekki búist við. Þá segir hún að mæður ungra stúlkna hafi haft samband við sig og sagt henni að frásögn hennar hafi veitt dætrum þeirra innblástur til að segja sjálfar frá. „Það að lesa allar þessar sögur sem ég hef fengið sendar hefur verið erfitt og haft mikil áhrif á mig, en það hefur líka hjálpað mér mikið,“ segir Vítalía Lazareva. MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Viðtal Eddu Falak við hinna 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur vakti mikla athygli í byrjun janúar. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Vítalía að hana hafi langað að segja sögu sína ítarlega í nokkurn tíma fyrir viðtalið, en að hún hafi þurft að safna kjarki til þess. „Svo allt í einu var ég tilbúin til þess að tala um þetta, Ég vissi að ef ég gerði það ekki myndi ég ekkert endilega vera tilbúin til þess síðar. Ég hafði fengið mig fullsadda af öllu því sem hafði gerst og líka af sjálfri mér og því að ég væri í þessu ástandi,“ segir Vítalía við blaðamann Fréttablaðsins. Hún segist hafa ákveðið að koma hreint fram og segja sögu sína í heild og án þess að ljúga nokkru. „Ég var alveg ákveðin í því að ef ég ætlaði að koma fram með mína sögu myndi ég segja alla söguna og segja frá því sem ég upplifði. Það þýðir ekkert að mála sig saklausan og ég hef allan tímann tekið ábyrgð á mínum þætti, um leið og maður fer að ljúga flækjast málin og lygin kemst á endanum upp,“ segir hún. Gerði sér ekki í hugarlund hver viðbrögðin yrðu Vítalía segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hver viðbrögð þjóðarinnar yrðu eftir birtingu viðtalsins í Eigin konum. Hún hafi þó ákveðið að segja frá af einlægni. „Ég vissi ekki beint hvað eða hvernig ég ætlaði að segja frá, en þegar ég byrjaði að tala þá bara kom þetta. Þetta er bara mín saga og mín lífsreynsla, maður þarf ekkert að æfa sig í því að segja frá henni,“ segir Vítalía. Óhætt er að fullyrða að viðbrögð við viðtalinu hafi ekki staðið á sér. Flestir tóku afstöðu með Vítalíu og var hún jafnvel kölluð þjóðhetja fyrir að opna sig á svo opinskáan hátt um ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. Hún telur sjálf að frásögn hennar hafi komið fram á hárréttum tíma, að samfélagið hafi verið tilbúið og búið að fá nóg. „Þegar ég hugsa um þetta fæ ég gæsahúð, en ég veit að þessi viðbrögð urðu ekki vegna þess að það var ég sem sagði mína sögu eða að hún hafi verið áhrifameiri en sögur annarra, ég held að þetta snúist um það hvenær ég sagði hana,“ segir hún. „Þó að ég hafi sagt frá er líf mitt ekki raunveruleikaþáttur“ Sem áður segir vakti frásögn Vítalíu mikil viðbrögð og segist hún hafa orðið vör við að mikill hluti þeirrar umræðu hverfist um hana sjálfa. Fólk spyrji hana áleitinna spurninga og hún sé berskjölduð, sem hún skilji þó vel. „Ég sagði frá þessu og opnaði þannig á það að ég væri ekki lengur með allt mitt prívat, en sumum spurningum er erfitt að svara og þó að ég hafi sagt frá er líf mitt ekki raunveruleikaþáttur þar sem allt er uppi á borðum,“ segir hún. Þá segist hún finna mikla hlýju úr öllum áttum. Hún fær skilaboð og fólk stöðvar hana úti á götu til að hrósa henni og þakka henni fyrir. „Núna er það þannig, þegar ég fer út að borða eða í ræktina, þá horfir fólk mikið og margir brosa til mín. Aðrir koma upp að mér og segja mér að þeim finnist ég hugrökk og fólk hefur jafnvel kallað mig hetju,“ segir hún. Hún segir það hafa komið sér mest á óvart að nú virðist fólk henni ókunnugt treysta henni fyrir eigin reynslusögum af ofbeldi. Því hafi hún ekki búist við. Þá segir hún að mæður ungra stúlkna hafi haft samband við sig og sagt henni að frásögn hennar hafi veitt dætrum þeirra innblástur til að segja sjálfar frá. „Það að lesa allar þessar sögur sem ég hef fengið sendar hefur verið erfitt og haft mikil áhrif á mig, en það hefur líka hjálpað mér mikið,“ segir Vítalía Lazareva.
MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira