Arnþór hættur og segist hafa þurft að þola ofbeldishótanir á stjórnarfundum Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 11:31 Arnþór Jónsson, fráfarandi formaður stjórnar SÁÁ. Stöð 2 Arnþór Jónsson, stjórnarmaður SÁÁ, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna. Þetta tilkynnir hann í bréfi til stjórnarmanna í dag en Arnþór hefur unnið fyrir SÁÁ í yfir tuttugu ár og gegnt formannsembættinu í sjö ár. DV greinir frá þessu. Fram kom í gær að mikið uppnám væri innan herbúða SÁÁ eftir að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), dró formannsframboð sitt óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn Arnþórs sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. Í póstinum spurði hann hvort Þóra Kristín gæti staðfest að ekkert væri til í orðrómum um að Kári Stefánsson, forstjóri ÍE og stjórnarmaður í SÁÁ, hafi keypt vændi og þá jafnvel af skjólstæðingi samtakanna. Hótað sér ofbeldi á stjórnarfundum Arnþór segir að hart hafi verið sótt að honum innan SÁÁ en stjórnarmaðurinn Frosti Logason sagði í pósti til stjórnar í gær að Þóra Kristín og Kári hafi ákveðið að draga sig úr stjórn samtakanna „vegna þeirrar ofbeldishegðunar sem Arnþór Jónsson og félagar hafa verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum.“ Arnþór segist ekki bera ábyrgð á þeim vanda sem núverandi framkvæmdastjórn samtakanna sé komin í. „Stjórnarmenn hafa sagt á fundi að þeir vilji skjóta mig í hausinn. Þeir hafa logið upp á mig og fjölskyldu mína í blaðaviðtölum. Hingað til hef ég ekki nennt að svara þessu, en kannski er það tímabært: Ég stjórna ekki Sjúkratryggingum Íslands,“ segir hann í bréfi sínu til stjórnarmanna sem DV hefur undir höndum. Þar er vísað til ásakana um að hann hafi átt þátt í nýlegum aðgerðum eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Stofnunin hefur sakað SÁÁ um að beita stórfelldum blekkingum og undanbrögðum með tilhæfulausum reikningum. Fyrrverandi formaður SÁÁ hefur hafnað þessu. Talið það skyldu sína að fá skýrt svar Í bréfinu sínu biðst Arnþór afsökunar á því að hafa sagt upphátt það sem hvíslað hafi verið um í samfélaginu. Kveðst hann einungis hafa reynt að rækja skyldur sínar sem stjórnarformaður. „Í því felst að fylgja eigin sannfæringu og spyrja spurninga – þótt þær séu óþægilegar. Í gær varð mér á að spyrja út í orðróm sem ég hafði heyrt, og er sterkur í samfélaginu. Í ljósi nýliðinna atburða taldi ég það skyldu mína að fá skýrt svar um að hann væri rangur, áður en gengið væri til formannskosninga. Taldi ég formannsefnið sama sinnis enda hafði hún áður farið mikinn í fjölmiðlum, ætlaði að stofna sannleiksnefnd og sagði m.a. í yfirlýsingu: „Nýkjörin stjórn þarf að setja sér siðareglur til að tryggja að það hafi sjálfkrafa í för með sér brottvísun úr öllum trúnaðarstöðum ef fólk innan samtakanna verður uppvíst að því að brjóta á veiku fólki eða misnota aðstöðu sína.““ Segir Arnþór að hann hafi ekki talið vera hægt að fara í komandi formannskosningar án þess að ávarpa „þetta óþægilega mál og fá afgerandi svar.“ Hann hafi talið stjórnina vera rétta vettvanginn til þess, enda hafi áður komið fram ásakanir í fjölmiðlum um að stjórnarmenn hefðu vitað um vændiskaup fyrrverandi formanns en þagað yfir þeim. „Að fylgjast með SÁÁ undanfarin misseri hefur verið eins og að horfa á bílslys spilað hægt. Sem stjórnarmaður hef ég fylgst með og reynt að grípa inn. Mér er það auðvitað löngu ljóst að skoðanir mínar eru óvinsælar en ég hef litið svo á að ég vinni fyrir SÁÁ – samtökin og sjúklingana – ekki stjórnina. Ég var kosinn til að vinna eftir minni sannfæringu og það hef ég gert,“ segir Arnþór í bréfi sínu sem DV hefur undir höndum. SÁÁ Félagasamtök Tengdar fréttir Sakar Arnþór um að kasta „skítabombum“ í stjórn SÁÁ Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt. 4. febrúar 2022 10:42 Arnþór Jónsson vildi vita hvort Kári væri vændiskaupandinn sem Edda Falak hyggst fjalla um Mikið uppnám ríkir nú innan herbúða SÁÁ en Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar dró framboð sitt til formanns óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn fyrrverandi formanns samtakanna, Arnþórs Jónssonar, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. 3. febrúar 2022 18:18 Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
DV greinir frá þessu. Fram kom í gær að mikið uppnám væri innan herbúða SÁÁ eftir að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), dró formannsframboð sitt óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn Arnþórs sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. Í póstinum spurði hann hvort Þóra Kristín gæti staðfest að ekkert væri til í orðrómum um að Kári Stefánsson, forstjóri ÍE og stjórnarmaður í SÁÁ, hafi keypt vændi og þá jafnvel af skjólstæðingi samtakanna. Hótað sér ofbeldi á stjórnarfundum Arnþór segir að hart hafi verið sótt að honum innan SÁÁ en stjórnarmaðurinn Frosti Logason sagði í pósti til stjórnar í gær að Þóra Kristín og Kári hafi ákveðið að draga sig úr stjórn samtakanna „vegna þeirrar ofbeldishegðunar sem Arnþór Jónsson og félagar hafa verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum.“ Arnþór segist ekki bera ábyrgð á þeim vanda sem núverandi framkvæmdastjórn samtakanna sé komin í. „Stjórnarmenn hafa sagt á fundi að þeir vilji skjóta mig í hausinn. Þeir hafa logið upp á mig og fjölskyldu mína í blaðaviðtölum. Hingað til hef ég ekki nennt að svara þessu, en kannski er það tímabært: Ég stjórna ekki Sjúkratryggingum Íslands,“ segir hann í bréfi sínu til stjórnarmanna sem DV hefur undir höndum. Þar er vísað til ásakana um að hann hafi átt þátt í nýlegum aðgerðum eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Stofnunin hefur sakað SÁÁ um að beita stórfelldum blekkingum og undanbrögðum með tilhæfulausum reikningum. Fyrrverandi formaður SÁÁ hefur hafnað þessu. Talið það skyldu sína að fá skýrt svar Í bréfinu sínu biðst Arnþór afsökunar á því að hafa sagt upphátt það sem hvíslað hafi verið um í samfélaginu. Kveðst hann einungis hafa reynt að rækja skyldur sínar sem stjórnarformaður. „Í því felst að fylgja eigin sannfæringu og spyrja spurninga – þótt þær séu óþægilegar. Í gær varð mér á að spyrja út í orðróm sem ég hafði heyrt, og er sterkur í samfélaginu. Í ljósi nýliðinna atburða taldi ég það skyldu mína að fá skýrt svar um að hann væri rangur, áður en gengið væri til formannskosninga. Taldi ég formannsefnið sama sinnis enda hafði hún áður farið mikinn í fjölmiðlum, ætlaði að stofna sannleiksnefnd og sagði m.a. í yfirlýsingu: „Nýkjörin stjórn þarf að setja sér siðareglur til að tryggja að það hafi sjálfkrafa í för með sér brottvísun úr öllum trúnaðarstöðum ef fólk innan samtakanna verður uppvíst að því að brjóta á veiku fólki eða misnota aðstöðu sína.““ Segir Arnþór að hann hafi ekki talið vera hægt að fara í komandi formannskosningar án þess að ávarpa „þetta óþægilega mál og fá afgerandi svar.“ Hann hafi talið stjórnina vera rétta vettvanginn til þess, enda hafi áður komið fram ásakanir í fjölmiðlum um að stjórnarmenn hefðu vitað um vændiskaup fyrrverandi formanns en þagað yfir þeim. „Að fylgjast með SÁÁ undanfarin misseri hefur verið eins og að horfa á bílslys spilað hægt. Sem stjórnarmaður hef ég fylgst með og reynt að grípa inn. Mér er það auðvitað löngu ljóst að skoðanir mínar eru óvinsælar en ég hef litið svo á að ég vinni fyrir SÁÁ – samtökin og sjúklingana – ekki stjórnina. Ég var kosinn til að vinna eftir minni sannfæringu og það hef ég gert,“ segir Arnþór í bréfi sínu sem DV hefur undir höndum.
SÁÁ Félagasamtök Tengdar fréttir Sakar Arnþór um að kasta „skítabombum“ í stjórn SÁÁ Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt. 4. febrúar 2022 10:42 Arnþór Jónsson vildi vita hvort Kári væri vændiskaupandinn sem Edda Falak hyggst fjalla um Mikið uppnám ríkir nú innan herbúða SÁÁ en Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar dró framboð sitt til formanns óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn fyrrverandi formanns samtakanna, Arnþórs Jónssonar, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. 3. febrúar 2022 18:18 Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sakar Arnþór um að kasta „skítabombum“ í stjórn SÁÁ Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt. 4. febrúar 2022 10:42
Arnþór Jónsson vildi vita hvort Kári væri vændiskaupandinn sem Edda Falak hyggst fjalla um Mikið uppnám ríkir nú innan herbúða SÁÁ en Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar dró framboð sitt til formanns óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn fyrrverandi formanns samtakanna, Arnþórs Jónssonar, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. 3. febrúar 2022 18:18
Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55