Svona gæti Miklubrautarsvæðið litið út innan fárra ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:49 Útfærsla á nýrri Snorrabraut frá Yrki, DLD og Hnit verkfræðistofu sést til vinstri og til hægri er útfærsla á heildarútfærslu Miklubrautarsvæðisins. Íbúum í Hlíðahverfi mun fjölga um allt að þrjú þúsund á næstu árum, samkvæmt tillögu sem nú hefur verið valin fyrir uppbyggingu við Miklabraut. Stokkur á svæðinu gæti verið kominn í gagnið eftir þrjú ár. Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband Skipulag Reykjavík Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband
Skipulag Reykjavík Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira