Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 11:11 Eftirlíkingu HMS Endeavour siglt við strendur Ástralíu. AP/Mark Baker Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. Skipið hét formlega HMS Bark Endeavour og landkönnuðurinn James Cook sigldi á því yfir Kyrrahafið á árunum 1768 til 1771. Cook kortlagði á þeim tíma staði eins og Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem Cook lagði eign á fyrir hönd bresku krúnunnar. Skipið var selt og fékk nafnið Lord Sandwich en því var sökkt vísvitandi af Bretum við Newport-höfn í Rhode Island. Það var gert árið 1778 í frelsisstríði Bandaríkjanna. Ástralarnir segja fimm skipum hafa verið sökkt af Bretum og fjögur þeirra hafi fundist. Nú hafi þeim tekist að sýna fram á að eitt þeirra sé í raun Endeavour. Cook dó á Havaí árið 1778 en það ár var fyrstu fangaskipunum siglt frá Bretlandi til Ástralíu til að koma á laggirnar fyrstu nýlendunni þar. Sky News hefur eftir Kevin Sumption, forstjóra Sjóminjasafnsins, að um mikilvægan fund sé að ræða því Endavour sé eitt mikilvægasta skip í sögu Ástralíu. Hér má sjá myndband frá Sjóminjasafni Ástralíu um rannsóknina og niðurstöður sérfræðinga safnsins. Bandaríkjamenn segja abbababb Fornleifafræðingar í Bandaríkjunum segja þó að samstarfsmenn sínir í Ástralíu hafi verið of fljótir á sér. Bæði sé ekki fullvíst að um Endeavour sé að ræða og þeir saka Ástrala um að hafa brotið gegn samkomulagi sem vísindamennirnir gerðu sín á milli um rannsóknir þeirra. D.K. Abbass, yfirmaður Rhode Island Marine Archaeology Project, segir hóp hennar hafa leitt leitina að Endeavour en enn sé of snemmt að segja með vissu að skipið hafi fundist. AP fréttaveitan hefur eftir Abbass að ýmsar mælingar stemmi við Endeavour en mörgum spurningum sé enn ósvarað. Hún sagði enn fremur að þegar rannsókninni yrði lokið yrði gefin út rétt skýrsla. Þrátt fyrir mótbárur frá Bandaríkjunum segist Sumption viss í sinni sök. Skipið sé Endeavour en einungis um fimmtán prósent skipsins séu enn á svæðinu. Sumpton segir að nú þurfi að hefja vinnu um hvernig hægt sé að varðveita það sem eftir er af skipinu. Ástralía Bandaríkin Bretland Nýja-Sjáland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Skipið hét formlega HMS Bark Endeavour og landkönnuðurinn James Cook sigldi á því yfir Kyrrahafið á árunum 1768 til 1771. Cook kortlagði á þeim tíma staði eins og Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem Cook lagði eign á fyrir hönd bresku krúnunnar. Skipið var selt og fékk nafnið Lord Sandwich en því var sökkt vísvitandi af Bretum við Newport-höfn í Rhode Island. Það var gert árið 1778 í frelsisstríði Bandaríkjanna. Ástralarnir segja fimm skipum hafa verið sökkt af Bretum og fjögur þeirra hafi fundist. Nú hafi þeim tekist að sýna fram á að eitt þeirra sé í raun Endeavour. Cook dó á Havaí árið 1778 en það ár var fyrstu fangaskipunum siglt frá Bretlandi til Ástralíu til að koma á laggirnar fyrstu nýlendunni þar. Sky News hefur eftir Kevin Sumption, forstjóra Sjóminjasafnsins, að um mikilvægan fund sé að ræða því Endavour sé eitt mikilvægasta skip í sögu Ástralíu. Hér má sjá myndband frá Sjóminjasafni Ástralíu um rannsóknina og niðurstöður sérfræðinga safnsins. Bandaríkjamenn segja abbababb Fornleifafræðingar í Bandaríkjunum segja þó að samstarfsmenn sínir í Ástralíu hafi verið of fljótir á sér. Bæði sé ekki fullvíst að um Endeavour sé að ræða og þeir saka Ástrala um að hafa brotið gegn samkomulagi sem vísindamennirnir gerðu sín á milli um rannsóknir þeirra. D.K. Abbass, yfirmaður Rhode Island Marine Archaeology Project, segir hóp hennar hafa leitt leitina að Endeavour en enn sé of snemmt að segja með vissu að skipið hafi fundist. AP fréttaveitan hefur eftir Abbass að ýmsar mælingar stemmi við Endeavour en mörgum spurningum sé enn ósvarað. Hún sagði enn fremur að þegar rannsókninni yrði lokið yrði gefin út rétt skýrsla. Þrátt fyrir mótbárur frá Bandaríkjunum segist Sumption viss í sinni sök. Skipið sé Endeavour en einungis um fimmtán prósent skipsins séu enn á svæðinu. Sumpton segir að nú þurfi að hefja vinnu um hvernig hægt sé að varðveita það sem eftir er af skipinu.
Ástralía Bandaríkin Bretland Nýja-Sjáland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent