Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 21:00 Brynja við eyrugluna, sem hún var að klára að stoppa upp. Hún fær að vera upp á vegg í einhverjar vikur á meðan hamurinn þornar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur. Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira