Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 10:50 Paxlovid fær markaðsleyfi á Íslandi í febrúar. epa/Yonhap Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. Stjórnvöld vestanhafs hafa samið um kaup á 10 milljón skömmtum en Robin Feldman, prófessor við University of California Hastings College of the Law, segir að svo virðist sem umræddur samningur sé mun hagstæðari en sá sem gerður var við Pfizer um kaup á bóluefni fyrirtækisins. „Ég held að samningurinn endurspegli þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu á þessum tíma,“ sagði hún í samtali við Huffington Post. Þannig hefðu bóluefnin gegn Covid-19 og þær ýmsu meðferðir sem nú væru í boði gegn sjúkdómnum dregið úr hræðslu fólks, sem gerði það að verkum að embættismenn væru í betri aðstöðu við samningaborðið. Í samningum er að finna ákvæði um verðtryggingu, sem almenningur á að kannast við. Líkt og sumar verslanir bjóða upp á að endurgreiða neytandanum mismunin ef hann finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, tryggir Pfizer Bandaríkjunum lægsta verð ef annað stórveldi nær samningum við fyrirtækið um lægra verð. Markaðsleyfi á Íslandi væntanlegt í febrúar Umrædd stórveldi eru sex; Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Listinn er sumsé tæmandi og þannig myndu Bandaríkjamenn ekki hagnast á því ef til dæmis Noregur næði hagstæðari samningum við Pfizer. Í samningum er einnig kveðið á um að ef neyðarheimild Pfizer fyrir notkun Paxlovid gegn Covid-19 verður af einhverjum orsökum felld úr gildi, þá sé fyrirtækið skuldbundið til að kaupa aftur þá skammta sem ekki hafa runnið út. Miklar vonir eru bundnar við Paxlovid í baráttunni gegn Covid-19. Lyfið hefur reynst afar vel í lyfjaprófunum og dregur verulega úr líkunum á því að einstaklingar veikist alvarlega af sjúkdómnum. Þá hefur lyfið þann kost að vera í töfluformi, sem gerir það að verkum að fólk getur tekið það heima hjá sér. Flest önnur lyf sem hafa verið notuð gegn Covid-19 hefur þurft að gefa í æð. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er markaðsleyfi fyrir notkun Paxlovid á Íslandi væntanlegt í febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun lyfsins í aðildarríkjum sambandsins 28. janúar síðastliðinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa samið um kaup á 10 milljón skömmtum en Robin Feldman, prófessor við University of California Hastings College of the Law, segir að svo virðist sem umræddur samningur sé mun hagstæðari en sá sem gerður var við Pfizer um kaup á bóluefni fyrirtækisins. „Ég held að samningurinn endurspegli þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu á þessum tíma,“ sagði hún í samtali við Huffington Post. Þannig hefðu bóluefnin gegn Covid-19 og þær ýmsu meðferðir sem nú væru í boði gegn sjúkdómnum dregið úr hræðslu fólks, sem gerði það að verkum að embættismenn væru í betri aðstöðu við samningaborðið. Í samningum er að finna ákvæði um verðtryggingu, sem almenningur á að kannast við. Líkt og sumar verslanir bjóða upp á að endurgreiða neytandanum mismunin ef hann finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, tryggir Pfizer Bandaríkjunum lægsta verð ef annað stórveldi nær samningum við fyrirtækið um lægra verð. Markaðsleyfi á Íslandi væntanlegt í febrúar Umrædd stórveldi eru sex; Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Listinn er sumsé tæmandi og þannig myndu Bandaríkjamenn ekki hagnast á því ef til dæmis Noregur næði hagstæðari samningum við Pfizer. Í samningum er einnig kveðið á um að ef neyðarheimild Pfizer fyrir notkun Paxlovid gegn Covid-19 verður af einhverjum orsökum felld úr gildi, þá sé fyrirtækið skuldbundið til að kaupa aftur þá skammta sem ekki hafa runnið út. Miklar vonir eru bundnar við Paxlovid í baráttunni gegn Covid-19. Lyfið hefur reynst afar vel í lyfjaprófunum og dregur verulega úr líkunum á því að einstaklingar veikist alvarlega af sjúkdómnum. Þá hefur lyfið þann kost að vera í töfluformi, sem gerir það að verkum að fólk getur tekið það heima hjá sér. Flest önnur lyf sem hafa verið notuð gegn Covid-19 hefur þurft að gefa í æð. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er markaðsleyfi fyrir notkun Paxlovid á Íslandi væntanlegt í febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun lyfsins í aðildarríkjum sambandsins 28. janúar síðastliðinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira