Markmiðið er skýrt Almar Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Þegar litið er yfir þennan tíma er augljóst að í öllum aðalatriðum hefur tekist vel að byggja bæinn okkar upp og hefur íbúum fjölgað um 14 þúsund. Forystufólk okkar í gegnum tíðina hefur þannig risið undir því trausti að þróa rekstur bæjarins í takt við þarfirnar og íbúar hafa í könnunum ítrekað staðfest ánægju sína með stöðuna. Garðabær í fremstu röð Garðabær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Ég tel að nokkrir samverkandi þættir skýri þá stöðu. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Ég er klár í slaginn! Þegar við lítum á stöðuna í dag og til framtíðar er ljóst að mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ og er fyrirsjáanlegt að hún haldi áfram á næstu árum. Við sem höfum haft lýðræðislegt umboð bæjarbúa verðum að fara vel með ábyrgðina sem því fylgir. Staðan er vissulega góð en það er alltaf verk að vinna. Það er okkar að varðveita og vinna með þau gildi sem hafa skapað það samfélag sem Garðabær er í dag. Það hefur skilað okkur farsæld og við þurfum áfram að sýna metnað í að byggja upp bæinn okkar. Markmiðið er skýrt - að Garðabær verði áfram í fremstu röð. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og lýsi mig þannig reiðubúinn í forystuhlutverk. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og eiginleika til þess að leiða sjálfstæðismenn inn í kosningar í vor þannig að samhent lið vinni þar sigur og endurnýi umboð sitt. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Þegar litið er yfir þennan tíma er augljóst að í öllum aðalatriðum hefur tekist vel að byggja bæinn okkar upp og hefur íbúum fjölgað um 14 þúsund. Forystufólk okkar í gegnum tíðina hefur þannig risið undir því trausti að þróa rekstur bæjarins í takt við þarfirnar og íbúar hafa í könnunum ítrekað staðfest ánægju sína með stöðuna. Garðabær í fremstu röð Garðabær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Ég tel að nokkrir samverkandi þættir skýri þá stöðu. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Ég er klár í slaginn! Þegar við lítum á stöðuna í dag og til framtíðar er ljóst að mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ og er fyrirsjáanlegt að hún haldi áfram á næstu árum. Við sem höfum haft lýðræðislegt umboð bæjarbúa verðum að fara vel með ábyrgðina sem því fylgir. Staðan er vissulega góð en það er alltaf verk að vinna. Það er okkar að varðveita og vinna með þau gildi sem hafa skapað það samfélag sem Garðabær er í dag. Það hefur skilað okkur farsæld og við þurfum áfram að sýna metnað í að byggja upp bæinn okkar. Markmiðið er skýrt - að Garðabær verði áfram í fremstu röð. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og lýsi mig þannig reiðubúinn í forystuhlutverk. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og eiginleika til þess að leiða sjálfstæðismenn inn í kosningar í vor þannig að samhent lið vinni þar sigur og endurnýi umboð sitt. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun