Ósannindi um íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 2. febrúar 2022 10:30 Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun