Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2022 21:00 Katrín Ósk Ásgeirsdóttir. instagram Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira