Bæjarstjóri Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Samfylkingin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun