Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:49 Flugvél United Airlines á O'Hare flugvelli í Chicago. Scott Olson/Getty Images Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför. Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað. Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað.
Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira