Er ímyndin ímyndun? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. janúar 2022 07:32 Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun