Líkami Gareth Bale hefur allur minnkað á fimm mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 11:31 Gareth Bale hefur ekki komið við sögu í mörgum leikjum Real Madrid á leiktíðinni. Getty/David S. Bustamante Gareth Bale var einu sinni dýrasti og einn allra besti knattspyrnumaður heims. Hann er enn bara 32 ára gamall en síðustu ár hafa ekki verið honum hagstæð inn á fótboltavellinum. Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira