Skör í Hvammi mjólkaði um fjórtán þúsund lítra 2021 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2022 20:03 Stoltir kúabændur í Hvammi í Ölfusi, Carlotte Clausen og Pétur Guðmundsson með Skör sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Skör á bænum Hvammi í Ölfusi er engin venjuleg kýr því hún mjólkar mest allra kúa á Íslandi, eða tæplega 14 þúsund lítra á nýliðinu ári. Skör er gæf og góð kýr, sem á von á sínum fjórða kálfi í vor. Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári. Ölfus Landbúnaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira