Strætó tekur vel í hugmyndir um frestun bílprófs Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 14:32 Tillögurnar sem nefndar eru í skýrslunni eru enn á hugmyndastigi og aðeins dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög gætu gripið til. Vísir/Vilhelm Flest ungmenni bíða ekki lengi með það að taka bílprófið þegar þau fá aldur til. Nú gæti sá möguleiki komið upp að hægt verði að fresta töku bílprófs um þrjú ár og fá í staðinn árskort í Strætó. Hugmyndin er ein nokkurra sem birtast í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins en sagt er frá málinu í Fréttablaðinu. Meðal þess sem stungið er upp á er að byggja upp öflugri og jafnvel gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, gera samkomulag við stóra vinnustaði um ívilnanir ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar og að fara í auglýsinga- og ímyndarherferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta. Í Fréttablaðinu er vitnað í Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem segir að tillögurnar séu enn á hugmyndastigi og ekki eiginleg aðgerðaáætlun heldur dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gætu gripið til. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir hugmyndina góða en að ákvörðunin sé pólitísk.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að hugmyndin hafi ekki komið til umræðu innan veggja Strætó og sé væntanlega eitthvað sem skýrsluhöfundum hefur einfaldlega dottið í hug. „Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd og svo er alltaf spurning um útfærslu. Þetta þyrfti að vera pólitísk ákvörðun og það þyrfti að fylgja fjármagn til þess að greiða fyrir kortin,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Svipað og prófað hefur verið áður Þá bendir Guðmundur á að svipaðar útfærslur hafi verið prófaðar fyrir um það bil 15 árum síðan þegar háskólanemar fengu frítt strætókort. „Árangurinn þá var ekkert sérstakur og það voru ákveðin vonbrigði hvernig það var nýtt. Það koma auðvitað fram fleiri hugmyndir í þessari skýrslu til dæmis með gjaldfrjáls bílastæði. Við teljum það eitt að hafa frítt í Strætó leysi ekki málin ef þú ert lengur að ferðast með strætó en í bíl,“ segir Guðmundur og bætir við að áhugavert sé að horfa til framtíðar hvað þetta varðar. „Þetta er sérstaklega góð hugmynd ef maður horfir til framtíðar varðandi hugmyndir um Borgarlínu og leiðarkerfi Strætó þar sem við horfum fram á betra aðgengi og styttri ferðatíma.“ „Okkar sýn er að ef þú styttir ferðatíma og vagnar festast ekki í umferð þá þyrfti það að vera hluti af þessu, það dugir ekki til að hafa frítt.“ Strætó Umhverfismál Umferð Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Hugmyndin er ein nokkurra sem birtast í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins en sagt er frá málinu í Fréttablaðinu. Meðal þess sem stungið er upp á er að byggja upp öflugri og jafnvel gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, gera samkomulag við stóra vinnustaði um ívilnanir ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar og að fara í auglýsinga- og ímyndarherferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta. Í Fréttablaðinu er vitnað í Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem segir að tillögurnar séu enn á hugmyndastigi og ekki eiginleg aðgerðaáætlun heldur dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gætu gripið til. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir hugmyndina góða en að ákvörðunin sé pólitísk.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að hugmyndin hafi ekki komið til umræðu innan veggja Strætó og sé væntanlega eitthvað sem skýrsluhöfundum hefur einfaldlega dottið í hug. „Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd og svo er alltaf spurning um útfærslu. Þetta þyrfti að vera pólitísk ákvörðun og það þyrfti að fylgja fjármagn til þess að greiða fyrir kortin,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Svipað og prófað hefur verið áður Þá bendir Guðmundur á að svipaðar útfærslur hafi verið prófaðar fyrir um það bil 15 árum síðan þegar háskólanemar fengu frítt strætókort. „Árangurinn þá var ekkert sérstakur og það voru ákveðin vonbrigði hvernig það var nýtt. Það koma auðvitað fram fleiri hugmyndir í þessari skýrslu til dæmis með gjaldfrjáls bílastæði. Við teljum það eitt að hafa frítt í Strætó leysi ekki málin ef þú ert lengur að ferðast með strætó en í bíl,“ segir Guðmundur og bætir við að áhugavert sé að horfa til framtíðar hvað þetta varðar. „Þetta er sérstaklega góð hugmynd ef maður horfir til framtíðar varðandi hugmyndir um Borgarlínu og leiðarkerfi Strætó þar sem við horfum fram á betra aðgengi og styttri ferðatíma.“ „Okkar sýn er að ef þú styttir ferðatíma og vagnar festast ekki í umferð þá þyrfti það að vera hluti af þessu, það dugir ekki til að hafa frítt.“
Strætó Umhverfismál Umferð Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira