Hugleiðingar um vald, femínisma og feðraveldi Martha Árnadóttir skrifar 28. janúar 2022 20:00 Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun