Viðtengingarháttur í útrýmingarhættu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. janúar 2022 09:02 Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Viðtengingarháttur er á gríðarlegu undanhaldi í íslensku og gæti hreinlega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun. Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður. Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður.
Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira