Ríkisstjórnin kynnti afléttingaáætlun samkomutakmarkana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:32 Afléttingaáætlun vegna sóttvarnaaðgerða var kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í dag kynna svokallaða afléttingaáætlun vegna samkomutakmarkana þar sem greint verður frá því með hvaða hætti stendur til að aflétta innanlandstakmörkunum. Áætlunin verður kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundurinn hefst samkvæmt reglulegri áætlun klukkan hálf tíu en að loknum fundinum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu klukkan 11:30. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum til að fylgjast með framvindu fundarins. Uppfært 12:15. Fundinum er lokið. Hægt er að lesa framvindu hans í textavaktinni hér að neðan. Gerðar voru breytingar á reglum um sóttkví á mánudag sem eru talsverðar. Nú þarf fólk, sem útsett er fyrir smitum utan heimilis, ekki að sæta sóttkví heldur fer það í smitgát. Þá eru börn og unglingar algerlega undanþegin reglum um smitgát. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um afléttingar á mánudag. Mátti þar finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins. Þórólfur sagði meðal annars að hann teldi að hefja þyrfti afléttingar með einföldun á leiðbeiningum um sóttkví og sýnatökum og í framhaldi létta á samfélagslegum aðgerðum. Enn er í gildi neyðarstig á Landspítala en það hefur verið í gildi síðan 28. desember. Það má að miklu leyti rekja til fjarveru starfsmanna vegna einangrunar og hafa ýmsar einkaheilbrigðisstofnanir,eins og Klíníkin og Orkuhúsið, verið fengnar til að leggja hönd á plóg á spítalanum af Sjúkratryggingum Íslands. Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að samkvæmt heimildum blaðsins stefni stjórnendur spítalans á að reyna að aflétta neyðarstigi af Landspítala í næstu viku. Í gær voru 219 starfsmenn spítalans í einangrun. Samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi renna út 2. febrúar, eða miðvikudag í næstu viku, en þá hefur verið tíu manna samkomutakmark síðan 15. janúar. Íslendingar hafa nú búið við einhverjar takmarkanir frá 25. júlí, en þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið í gildi í einn mánuð.
Áætlunin verður kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundurinn hefst samkvæmt reglulegri áætlun klukkan hálf tíu en að loknum fundinum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu klukkan 11:30. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum til að fylgjast með framvindu fundarins. Uppfært 12:15. Fundinum er lokið. Hægt er að lesa framvindu hans í textavaktinni hér að neðan. Gerðar voru breytingar á reglum um sóttkví á mánudag sem eru talsverðar. Nú þarf fólk, sem útsett er fyrir smitum utan heimilis, ekki að sæta sóttkví heldur fer það í smitgát. Þá eru börn og unglingar algerlega undanþegin reglum um smitgát. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um afléttingar á mánudag. Mátti þar finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins. Þórólfur sagði meðal annars að hann teldi að hefja þyrfti afléttingar með einföldun á leiðbeiningum um sóttkví og sýnatökum og í framhaldi létta á samfélagslegum aðgerðum. Enn er í gildi neyðarstig á Landspítala en það hefur verið í gildi síðan 28. desember. Það má að miklu leyti rekja til fjarveru starfsmanna vegna einangrunar og hafa ýmsar einkaheilbrigðisstofnanir,eins og Klíníkin og Orkuhúsið, verið fengnar til að leggja hönd á plóg á spítalanum af Sjúkratryggingum Íslands. Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að samkvæmt heimildum blaðsins stefni stjórnendur spítalans á að reyna að aflétta neyðarstigi af Landspítala í næstu viku. Í gær voru 219 starfsmenn spítalans í einangrun. Samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi renna út 2. febrúar, eða miðvikudag í næstu viku, en þá hefur verið tíu manna samkomutakmark síðan 15. janúar. Íslendingar hafa nú búið við einhverjar takmarkanir frá 25. júlí, en þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið í gildi í einn mánuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27. janúar 2022 16:53 Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00 Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27. janúar 2022 16:53
Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00
Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44