Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 08:59 Neil Young á fjölmiðlafundi fyrir styrktartónleikanna Farm Aid 34 árið 2019. Getty/Gary Miller Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki. Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki.
Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist