Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. janúar 2022 22:32 Andrés afsalaði fyrr í mánuðinum titlum sínum innan konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Getty/Steve Parsons Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir. Giuffre steig upprunalega fram árið 2019 og greindi frá því að Jeffrey Epstein hafi skipað sér að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Sakaði hún Andrés um að brjóta á henni á heimili Epstein og Ghislaine Maxwell árið 2001. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið lögðu lögmenn Andrésar fram ellefu blaðsíðna skjal fyrir dóminn í dag þar sem farið var fram á réttarhöld með kviðdómi. Þar kom sömuleiðis fram að prinsinn kannist við að hafa hitt Jeffrey Epstein í kringum árið 1999 en að hann neiti að hafa tekið þátt í hvers kyns ofbeldi með honum. Andrés hefur ítrekað neitað sök en Giuffre lagði fram kæru í New York ríki síðastliðinn ágúst. Lögmenn Andrésar gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá málinu vísað frá og færðu ýmis rök fyrir því. Meðal annars var það nefnt að Giuffre hafi gert samkomulag við Epstein um aðfalla frá málaferlum vegna kynferðisofbeldis og kynlífsþrælkunar sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig. Átti það samkomulag einnig að ná til annarra mögulegra sakborninga í málinu. Dómari í New York féllst þó ekki á beiðni lögmannanna og fyrr í mánuðinum var ljóst að prinsinn þyrfti að svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Mál Andrésar prins Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36 Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Giuffre steig upprunalega fram árið 2019 og greindi frá því að Jeffrey Epstein hafi skipað sér að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Sakaði hún Andrés um að brjóta á henni á heimili Epstein og Ghislaine Maxwell árið 2001. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið lögðu lögmenn Andrésar fram ellefu blaðsíðna skjal fyrir dóminn í dag þar sem farið var fram á réttarhöld með kviðdómi. Þar kom sömuleiðis fram að prinsinn kannist við að hafa hitt Jeffrey Epstein í kringum árið 1999 en að hann neiti að hafa tekið þátt í hvers kyns ofbeldi með honum. Andrés hefur ítrekað neitað sök en Giuffre lagði fram kæru í New York ríki síðastliðinn ágúst. Lögmenn Andrésar gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá málinu vísað frá og færðu ýmis rök fyrir því. Meðal annars var það nefnt að Giuffre hafi gert samkomulag við Epstein um aðfalla frá málaferlum vegna kynferðisofbeldis og kynlífsþrælkunar sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig. Átti það samkomulag einnig að ná til annarra mögulegra sakborninga í málinu. Dómari í New York féllst þó ekki á beiðni lögmannanna og fyrr í mánuðinum var ljóst að prinsinn þyrfti að svara til saka fyrir meint kynferðisbrot.
Mál Andrésar prins Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36 Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36
Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38
Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57
Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10
Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04