Íslandsvinur frá Tonga biður fólk um að rétta fram hjálparhönd Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2022 23:00 Pita kom til Íslands og tók þátt í skíðagöngu á Ísafirði fyrir Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu. Hann segir að aftakaveður hafi verið en vill ólmur koma aftur til Íslands. Pita Taufatofua Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins þar fyrr í þessum mánuði. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta fram hjálparhönd. Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“ Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“
Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira